Nammi gefið í kassavís

Af því maður er farinn að skrifa um stúdentapólitík fékk ég ábendingu þess efnis að Röskva var farinn að gefa Aero Bubbles í kassavís. Ekki nóg með það heldur voru sömu menn að hamstra þetta og maður heyrði um menn sem voru komnir með 3 heila kassa og það var fyrir hádegi.

Ef að er ekki gott að vera háskólanemi í dag, amk. í VRII. Ég veit ekki hvort þetta hafi boðist nemendum annara bygginga.

Ef það er nokkurtíman hægt að tala að kaupa sé kaupa sér atkvæði fyrir alvöru, hlýtur það að vera þegar maður er kominn með 3 kassa að af aero bubbles.

Reyndar fylgdi það sögunni að einn af þeim sem voru komnir með 3 kassi hafi látið hafa það eftir sér að atkvæði hans fengist ekki keypt, hann hefði hvort sem er fengið leið á þessu nammi eftir 3 pokann. Hann ætti nú 2,7 kassa eftir og vissi ekkert hvað hann ætti að gera við þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Já, einmitt. Nema held að þau hafi gefið þetta í öllum byggingum og bara einn poka í einu.  Ég fékk einmitt svoleiðis poka hjá þeim um daginn.

Þetta er auvðitað samráð :) 

TómasHa, 6.2.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband