5.2.2007 | 08:45
Málefnamenn á launum hjá Baugi?
Jónína Ben kemur inn með krafti í bloggheima, það var svo sem ekki von á öðru. Samsæriskenningarnar fljúga á alla kanta. Nýjasta kenningin er nokkuð skemmtileg:
Af hverju? Jú af þeirri einföldu ástæðu að þrátt fyrir að þessir menn sem vinna fyrir Baug í "sérverkefnum" skrifi undir nöfnum eins og Moran, rymryts, Assmoedus og Satan og svo nokkrir aðrir minnispámenn þá finnst mér merkilegt að lesa þessa nýju Íslandssögu sem þessir menn skrifa í nafnleynd fyrir auðmenn þjóðarinnar.
Þar höfum við það, mönnum er sem sagt greitt fyrir að skrifa á málefni.com.
Ég skil ekki afhverju, en enginn hefur boðist til að skrifa fyrir eitt né neitt.
p.s. Í athugasemdakerfinu birtist áhugaverð komment:
Feu er fínn kall og hefur ekkert unnið sér til sakar annað en vera skemmtilegur þverhaus. Moran er bara gaur sem hefur gaman af að tjá sig. Rymrits líka. Satan er noboddý.
Jónína svarar:
Það sem þú skrifar hér á bloggið mitt eru ósannindi og eiga ekki heima hér. Vinsamlegast haltu þér á malefnum.com þar sem aulahátturinn ræður ríkjum og menn þora ekki að standa undir sjálfum sér og áliti sínu á fólki. Gaman fyrir Moran og Rymrits að vera kallaðir bara gaurar! Held að þeir álíti sig merkilegri en það. Í fjölmiðlum í það minnsta.
Já spennan magnast.
Flokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.