1.2.2007 | 18:39
Hverju laug ég?
Frændi minn hann Óli Gneisti sakar mig um lygar, þegar hann fjallar um blog sem ég skrifaði hérna fyrir nokkrum vikum, um skort á fólki á lista hjá H-listanum.
Óli hittir naglann á höfuðið þegar hann kallar mig "gömlu Vöku", ég veit reyndar ekki afhverju ég nýt þess heiðurs. Ég var aldrei á lista eða í nefnd á vegum Vöku, ég var hins vegar eitt ár í stjórn og studdi þau alltaf. Ég þekki nánast enga þar núna og fylgist ekki ýkja mikið með stúdentapólitíkinni enda í öðru.
Eins og Óli bendir á eru menn orðnir gamlir í þessari pólitík mjög fljótt og það hefur einmitt gerst í mínu tilviki. Ég hef aðeins fylgst með þessu og tók eftir því að þegar ég sá fréttatilkynningu frá þeim að það var ekki framboðslisti til Háskólafundar. Mér fannst augljóst að það væri metnaður framboða að bjóða fram í þessi sæti sem væru í boði og sagði þá skoðun mína að ég teldi að þau hefðu ekki getað mannað þetta.
Ég var krafin svara, þetta var gert bæði með því að skrifa pistil á bloggið þeirra og skrifa hálf nafnalaust komment í kommentakerfið mitt (í nafni H-listans). Ég hef svo sem ekki verið að standa í deilum við heilt framboð.
Í kjölfarið svaraði ég þessu og lýsti þeirri skoðun minni (aftur bara minni skoðun), að framboðið færi varla að lýsa yfir að opinberlega að þau væru svo mannfá að hafa ekki getað mannað framboðslista. Þetta hafi því verið afsökun. Sú afsökun sem kom fram stingur, en ef H-listinn væri samkvæmur sjálfum sér myndi hann ekki bjóða heldur til stúdentaráðs. Þau eru jú líka á móti því kerfi.
Þórir Hrafn var með önnur rök í kommentakerfinu mínu líka.
Þessu var svo aldrei svarað. Nú er ég enn krafinn svara og auk þess kallaður lygari. Ég veit ekki hvernig ég á að geta logið, þegar ég var bara að segja skoðun mína. Ég fullyrti aldrei að ég vissi þessa hluti, eða að ég hefði einhverjar sannanir fyrir þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þannig að maður á ekki að taka neitt sem þú segir alvarlega nema að þú bætir við að þú hafir einhverjar sannanir?
Hið augljósa er að við erum að reyna að breyta kerfi sem er einungis hægt að breyta í gegnum Stúdentaráð. Við erum tilneydd að starfa innan kerfis sem okkur er illa við.
"Svo virðist sem H-Listinn hafi ekki fundið mannskap til að manna listann sinn til háskólafundar. Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem slíkt tekst ekki hjá listanum."
Fyrri setningin er reyndar ekki bein fullyrðingin heldur bara einhver heilaspuni í þér. Seinni setningin er hins vegar fullyrðing og er ósönn. Ef þú skáldar bara upp svona fullyrðingar þá ertu einfaldlega að ljúga. Það er ekki hægt að segja að það sé skoðun þín að Háskólalistanum hafi mistekist að manna lista. Maður hefur skoðun á álitamálum, hérna er ekkert slíkt. Staðreyndin er sú að Háskólalistinn reyndi hvorki nú né fyrir tveimur árum að manna lista á Háskólafund. Ég er hins vegar alveg viss um að slíkt hefði tekist ef það hefði verið reynt.
Óli Gneisti
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 05:06
Það virðist alla vegana vera svo að ég get ekki sagt neitt nema að þú haldir að ég hafi sannanir, ég set hérna fram þá meiningu mína að háskólalistanum hafi ekki tekist að manna listann og þú kalla mig lygara.
Auðvitað er þetta álitamál, það eins og ég segi hér fyrir ofan er annars vegar um opinbera skýringu að ræða og hins vegar það sem raunverulega er. Nú getur vel verið að raunverulega hefði þetta ekki verið neitt, mál eins og þetta blasir fyrir mér þá lítur þetta þannig út að það hafi ekki tekist að manna þetta.
TómasHa, 2.2.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.