Meira um Útvarp Sögu og Margréti

Ég er dyggur hlustandi Útvarps Sögu, eftir að það var eina masstöðin, og einnig eftir að Sigurður G. og morgunhaninn mætu á stöðina.  

Ég var að lesa á vefsíðu Margrétar Sverrisdóttur, þar sem hún hamast út í Jón Magnússon og útvarp sögu. Ég hafði ekki séð þetta þegar ég skrifaði um viðtalið við Eirrík Stefánsson í gær.

Þetta segir hún:

Um nokkurra mánaða skeið hefur fámennur hópur karla haft frjálsar hendur á Útvarpi Sögu til að flytja endalausan óhróður um mig.  Þeir ýmist flytja pistla eða hringja inn þegar símatími er og hafa einnig verið í viðtölum. Þetta eru eftirtaldir: Jón Magnússon formaður Nýs afls sbr. þessa heimasíðu http://www.nyttafl.is/jm/jm_149.html, Höskuldur Höskuldsson varaformaður Nýs afls, Tryggvi Agnarsson, stjórnarmaður í Nýju afli og Eiríkur Stefánsson frá Fáskrúðsfirði.

Ég get nú ekki verið sammála þessu, Jón Magnússon hefur verið með fasta pistla í nokkur ár á stöðinni, og hinir hafa komið 1-2 að undanförnu.

Margrét og hennar fólk hefur haft sama aðgengi og aðrir að símatímum stöðvarinnar, menn eru ekkert sérstaklega valdir inn heldur er þetta (eins og nafnið gefur til kynna) símatími! Ég man ekki betur en að Margrét hafi einmitt nýtt sér einn svona tíma til að tjá sig.

Ég heyrði svo í Tryggva áðan, en hann var nú aðlega að tala um hvað það væri gott að vera í flokknum og hvað það væri öflugt innra starf. Veit ekki hvort þetta var eitthvað háð hjá honum, eða þetta sé svo öflugt vegna handalögmála en ekki uppbyggjandi starfs.

Ég endurtek það sem ég sagði hérna um daginn og spái því að flokkurinn mun ekki fara einn til næstu þingkosninga heldur verði þetta eitt eða fleiri brot.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband