Færsluflokkur: Sjónvarp

Fyndnar auglýsingar

Finnst fólki John Cleese fyndinn þegar hann lætur starfsmann Kaupþings hoppa í gegnum þakið? 

Mér fannst hin auglýsingin sem ég hef séð miklu fyndnari. 


X Factor

Nú þegar X factor er kominn vel af stað verð ég að segja að mér finnst fátt heilla mig í þættinum. Einna helst er að horfa á Ásdísi Rósu vinkonu mína, en það er ekkert nýtt í mínum huga hvað hún er góð, enda hef ég vitað um þetta síðan við vorum saman í Menntaskóla. Það er margt eðal söng fólk að austan.

Það er einhvern veginn ekkert sem fær mig til þess að límast yfir þessum þáttum, enn er þetta of mikill fjöldi og svo er verið að hopa á milli hópa.  Þetta fólk sem er að dæma er alltof margt og óspennandi.

Kannski á þetta eftir að breytast þegar líður á þáttinn.

Það eru tveir þættir sem þurfa að foma á dagskrá, en það eru þegar ísprinsessan Leoncy mætir, og svo þegar Baugur sjálfur mætir.


Tekið með hæfilegum efa

Ég held að það þurfi að taka svona fréttir af hæfilegum efa.  Ekki það að ég sé að gera lítið úr þeim andlátum sem greint er frá í fréttinni,  en það er ekki endilega hægt að tengja þessar hengingar beint við fréttina. 

Það er auðvitað rosalegt að þetta myndband hafi leikið á netið, það er nógu slæmt að þessi framkvæmd hafi farið fram að þetta sé ekki að ganga á milli manna. Menn hljóta að fá viðbjóð af því að horfa á þetta, ég hafði amk. ekki geð í að klára að horfa á myndbandið. Ég tók fyrst hljóðið af og slökkti svo áður en sjálf aftakan fór fram.

Staðreyndin að sögur fara oft af stað.  Nú veit ég ekki hvort það sé í gangi núna og ætla ekkert að fullyrða um að þetta sé ekki allt satt og rétt.   


mbl.is Þrjú börn frömdu sjálfsmorð eftir að þau horfðu á aftöku Saddams í sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaupið

Spá mín um skaupið reyndist rétt, mér stökk varla á bros nema í þeim kafla sem hafði þegar verið sýndur.  

Það var þó deilt um hvort þetta skaup hafði verið verra, eða kynningarmyndbandið sem var sýnt í fyrra um fjölskyldu Eddu Björgvins.  Það var ótrúlegt að sjá þá hvernig skattpeningum okkar var eytt í að kynna leikara son þeirra, sem var nú ágætur í fyrstu en varð svo bara óhemju leiðinlegur.

Í kjölfarið á skaupin í fyrra mætti það fólk sem stóða að því í þátt eftir þátt, þar sem fólkinu var hampað sem hetjum.

Ég vona að fjölmiðlar hafi vita á því í ár að sleppa því.

Menn hljóta svo að spyrja hver framtíð skaupsins verði,  það hefur ekki komið fyndið skaup í mörg ár og það virðist stöðugt erfiðara að finna hina sameiginlegu fyndni sem fjölskyldan getur sest yfir og hlegið.

Hvað sem því líður fannst mér þetta skaup lélegt. Kalt mat.


Ingvi Hrafn með nýja Sjónvarpsstöð

Ingvi Hrafn og sonur ætla að fara af stað með nýja sjónvarpsstöð sem á að útvarpa á netinu og í gegnum Breiðband símans. Það verður sjálfsagt merkilegt að fylgjast með því hvernig það mun þróast hjá honum. Ekki spái ég honum þó ríkidæmi með þessu nýja verkefni.

Þeir feðgar kalla þetta Ísland Nýjasta Nýtt, sem er svona svipað lélegt nafn og NFS, eða jafnvel verra. Sú skammstöfun hljómaði amk.betur en ÍNN.

Þó svo að ég sé ekki að spá þessari stöð ríkidæmi með þessu verkefni, getur vel verið að það gangi. Með hjálp tækninnar er nú hægt að fara af stað með svona verkefni án mikil tilkostnaðar, svo lengi sem Ingi Hrafn getur þrumað með sitt Hrafnaþing og fengið aðila sem eru tilbúnir.

Nýjasta dæmið er auðvitað Stjáni Rokk eða hvað hann heitir. Hann er einmitt komin með sína eigin sjónvarpsstöð sem sýnir einu sinni í viku. Einfald, maður og myndavél.

Hins vegar sýndi það sig á NFS í sumar að auglýsendur voru ekki tilbúnir að auglýsa á stöðinni. Væntanlega hefur áhorfið einfaldlega ekki verið nægjanlega mikið, það er fátt sem bendir til þess að stöð í þessari dreifingarleið muni fá betri dreifingu.

Rosalega er leiðinlegt í Jóga

Ef ég væri Jennifer myndi ég bara hætta í jóga! Fyrst þetta er svona leiðinlegt.

Við Íslendingar eigum eðal life Coach, hann gæti kennt henni svona Robe Joga, sjálfsagt mun skemmtilegra en þetta sem hún er að stunda núna.


mbl.is Jennifer Aniston grætur í jógatímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband