Færsluflokkur: Menntun og skóli
31.1.2008 | 00:00
Hvar verður þú á morgunn?
Ég fíla framadaga, þegar ég var á sínum tíma í háskólanum fór ég eins og aðrir á framadaga og missti mig í fjöldanum og dreifði umsóknum eins og aðrir. Þetta er mjög skemmtilegur vettvangur fyrir nemendur og fyrirtæki til að hittast og kynnast.
Nú verður þetta í Háskólabíó, sem ég held að sé besti staðurinn til þess að halda þetta, en undanfarið hefur þetta verðið á Hótel Sögu. Fyrir nokkrum árum var þetta í Valsheimilinu, vegna deilna á milli skóla. Mönnum þótti þá sem hlutdeild Háskólans væri of mikil með því að halda þetta á háskólasvæðinu. Háskólinn fór af stað með eigin útgáfu sem var haldinn í Aðalbyggingunni, en þessi skipting gerði það að verkum að enginn fékk neitt úr þessu.
Það að þetta sé nú komið aftur í Háskólabíó, gerir það að verkum að von er á mun betri mætingu en verið hefur.
Aisec sem halda framadaga, eru systrasamtök JCI, og því hefur JCI tekið þátt í starfinu. Mér skilst að nokkrir félagar JCI Esju ætli að mæta og vera sýnilegur á framadögum. Þetta er alltaf góð kynning fyrir félagið.
Nú verður þetta í Háskólabíó, sem ég held að sé besti staðurinn til þess að halda þetta, en undanfarið hefur þetta verðið á Hótel Sögu. Fyrir nokkrum árum var þetta í Valsheimilinu, vegna deilna á milli skóla. Mönnum þótti þá sem hlutdeild Háskólans væri of mikil með því að halda þetta á háskólasvæðinu. Háskólinn fór af stað með eigin útgáfu sem var haldinn í Aðalbyggingunni, en þessi skipting gerði það að verkum að enginn fékk neitt úr þessu.
Það að þetta sé nú komið aftur í Háskólabíó, gerir það að verkum að von er á mun betri mætingu en verið hefur.
Aisec sem halda framadaga, eru systrasamtök JCI, og því hefur JCI tekið þátt í starfinu. Mér skilst að nokkrir félagar JCI Esju ætli að mæta og vera sýnilegur á framadögum. Þetta er alltaf góð kynning fyrir félagið.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)