Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
7.4.2007 | 17:02
Hvað ætli gaurinn hafi sagt?
Ég skil svo sem ekki hvað vinir hennar eru að hafa áhyggjur af þessu, hún er varla eina manneskjan sem er ekki á föstu. Hún þarf bara að skella sér í eina góða mynd með slatta af kossum.
Það er þannig sem þau gera það í Hollywood, er það ekki?
Vinir Aniston sendu hana á blint stefnumót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2007 | 08:06
Áhugaverðir bloggarar
Björn bendir líka á fullt af nýjum bloggurum, ég hef fæsta séð áður en það er hægt að þakka Birni fyrir þetta. Margir mjög áhugaverðir bloggarar og jafnvel mjög persónulegir.
Það er alltaf mjög gaman af persónulegum bloggurum, en á sama tíma finnst mér ótrúlegt þegar fólk opnar sig á þennan hátt án þess að vita nokkuð hver les eða hvar þetta dúkkar uppi.
Maður veit svo sem ekki heldur hvað er satt og hvað er logið.
2.1.2007 | 10:44
Gleðilegt nýtt ár
Ég er svo lélegur í áramótakveðjunum að ég ákvað að nota myndband frænku minnar hennar Val :) Reyndar er óvíst að hún vilji mikið kannast við mig, en það er allt í lagi því ég á annan frænda sem syngur hérna aðra áramótakveðju. Hann myndi seint afneita mér.
p.s. þess má geta að ég hef ákveðið að blogg sé ekki lengur inn, því skrifa ég ekki lengur blog heldur stuttar og langar greinar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2006 | 22:34
20% fækkun hjá hernum
Herin hefur verið að gera ótrúlega gott starf með því að bjóða hverjum sem er að koma í sínar margréttuðu máltíðir og pakka á eftir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2006 | 18:35
Gengishreyfingar
Hingað til hef ég ekki verið að kaupa mér gengistryggingar, en það kostaði mig töluvert í vor þegar allt fór af stað. Ég tek ekki sömu sénsa aftur og ákvað því að fara í að gera ráðstafanir í dag.
Krónan veiktist um 2,68% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2006 | 16:39
Kommenta klám
Annars skiptir það ekki máli, þessir menn sem hafa verið að kommenta í kerfi án þess að segja til nafns hafa líka sýnt það að þeir kunna að fela spor sín.
Nú kemur ýmislegt fram í þessu kommenti, það sem mér finnst einna skemmtilegast er auðvitað um skápaskáldið.
En blogg Munda verður hingað eftir ekki kallað neitt annað en kerlingablogg
Hver segir svo að þessi nafnlausu athugasemdir hafi ekki áhrif?
Næst fær Mundi ekki nafnalaust komment, heldur SMS eins og ég í gær. Verst að þessi ritgerð sem var í kommentinu tæki svo mörg SMS.
21.12.2006 | 20:24
Nafnið Trausti Hafliðason
Ég veit ekki afhverju en nafnið Trausti Hafliðason truflar mig aðeins í umræðunni núna. Það er líklega fyrst og fremst af því nafnið er svo líkt mínu nafni, það hefur eitthvað með það að gera hvernig ég finn nafnið mitt í texta, það er nóg að sjá Hafliðason og T og maður er strax farinn að halda að þetta sé maður.
Næsta skref er auðvitað að lesa frekar og komast að því að þetta er algjört kaftæði, þarnar er bara einhver blaðasnápur á ferð
21.12.2006 | 11:20
Yoko og Óli
Ég hef hitt Óla nokkrum sinnum eftir þetta var og hefur mér sýnst hann alveg óskemmdur.
Segir Ono hafa beðið sig að gera ýmislegt ósiðlegt og ólöglegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2006 | 11:00
Nýir blogg vinir
Maður er lánssamur í blogheimu og annarsstaðar og nú hafa mér hlotnast nýir blogvinir.
Ekki það að báðir nýju blogvinir mínir eiga það sameiginlegt að vera stórmenni í blogheimum sem og reunheimum.
20.12.2006 | 08:20
Jólin að koma með ofsahraða
Það er ekki hægt að segja annað en að jólin séu að koma með ofsahraða, sjálfur er ég varla kominn í mikið jólaskap en er þó búinn með allt annað en að kaupa eina gjöf.
Það eru bara ekki jól nema að með eitthvað af snjó og þrengslum í kringlunni.
Ég fer að skreppa í Kringluna og fá amk annan jólafaktorinn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)