Færsluflokkur: Tónlist

Hin týnda list

Var að hlusta á þátt á Rás 1 á þátt um harmonikkur, mjög hressandi þáttur.  Höfundur þáttannna sagði frá harmonikku mótum, en þar ku vera mikið fjör og jafnvel hafi verið stofnað til hjónabanda á þeim.

Gaman af þessu.

Er ekki harmonikkan nánast að vera orðin útdauð?  Maður sér einktaka ungmenni á myndum af svona mótum.  Það virðast flestir vera í fylgd með fullorðnum. 


Miði á deep purple og engin leið til að ná í hann!

Til stóð að halda spilakvöld í kvöld, með JCI félaginu mínu en þegar það datt uppfyrir vegna veikinda, þá ákvað ég að skella mér á Deep Purple, enda mikill aðdáandi.  Ég skellti mér því inn á miði.is og fjárfesti í miða.  

Þar er mér sagt að fara í næstu Skífu og sækja miðann minn.  Tölvupósturinn sem ég fékk sendan, stendur stórum stöfum að þetta sé ekki miði og að ég geti ekki fengið endurgreitt.  Ég verði að fara í næstu skífu. Ég fór í allar skífur á höfuðborgarsvæðinu og engin er opin, ég hringdi í þjónustuverið þeirra og það svarar ekki. Ég hringdi líka í concert en þar er bara opið á skrifstofutíma.

Nú hef ég greitt fyrir miða, sem ég er ekki með og engin leið virðist vera að nálgast fyrir tónleikana.

Að sjálfösögðu ætla ég að mæta með kvittunina mína og rífa kjaft, fyrr má nú vera. Ef miðinn var ekki til sölu átti miði.is bara að taka miðana úr sölu. 

p.s. nokkrum mínútum eftir að ég póstaði fékk ég ábendingu að ég gæti farið frá 15 niður í höll og fengið miðann minn afhentan þar.   Kemur í ljós en var kominn í stellinganrarnar að ibba gogg. 


Infusoria aftur sigurvegarar?

Heyrði í sigurvegara músíktilrauna, og fannst ég fara aftur til ca. 1990, þegar hljómsveitin infusoria vann. Þeir ákváðu að skipta um nafn fljótlega og kalla sig Soroicide, sem þeir eru vanalega þekktir undir.

Aldrei frítt áður!

Það hefur auðvitað alltaf verið hægt að sækja tónlist á netið, en það hefur ekkert minnkað eða breyst.  Munurinn er sá að Napster gaf sig aldrei út fyrir að "gefa" tónlist eins og þessi vefur.

Það er frábært ef netveitur geta boðið upp á tónlist ókeypis. Reyndar er fjarri því að þessi lög verði ókeypis, heldur þurfa notendur að fara reglulega inn á síðuna til að fá leyfi til að halda áfram að eiga lögin. Þar með er þetta varla ókeypis lengur.

Það verður samt gaman að fylgjast með þessu, hvort þetta nær vinsældum eða ekki. Málið er að fátt hefur breyst frá dögum Napster, áhugamenn um tónlist geta á mjög auðveldan hátt nálgast hana á netinu án þess að greiða.

Menn eru hins vegar tilbúnir að greiða þau sent (eða krónur) sem er óskað er eftir og sækja lögin hjá apple eða tónlist.is. Þetta er um leið og verðið er orðið eðlilegt og þú þarft ekki að greiða 2 þúsund kalla til að fá eina lagið sem þér finnst skemmtilegt á disk.

Spurning er hvort menn séu tilbúnir að eyða tíma sínum við að fara reglulega inn á einhverja síðu, sækja það ólöglega eða borga nokkrar kr´nur fyrir lagið.

Það vill nú svo til að maður er lítill áhugamaður um tónlist. En meiri netfrelsis maður.


mbl.is Tónlist brátt ókeypis á netinu á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband