Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ódýrasta bensínið

Gsm bensín er stór sniðugur vefur. Ætli aðstandernur ætli að fara hringinn á hverjum degi og kanna verðið?

Mér lýst líka mjög vel á eftirlitsþáttinn, þar sem þeir ætla að fylgjast með heimsmarkaðsverði á olíu vs. markaðsverð hérna heima. Snilld.

Dýrasti bílinn, bara ekki á landinu

Arna Schram benti í gær á dýrasta bílinn sem er á sölu á landinu.   Hins vegar er bílinn ekki til sölu á landinu, en hins vegar hefur einhver sniðugur buisness maður sett hann á sölu og ef einhver kaupi þá verður hann fluttur inn.  Þetta kallar maður buisness, viðkomandi á að sjálfsögðu ekkert í bílnum en mun græða vel ef hann selst.  Nú allt í einu hefur þetta fengið óvænta auglýsingu. 

Fyrir þá sem eru alveg að deyja mæli ég með þessu:

http://search.ebay.com/search/search.dll?from=R40&_trksid=m37&satitle=Bugatti+Veyron&category0=

 


Reglulegt

Maður sér þesa hluti reglulega, sjálfur hef ég oft fengið svona hluti og hent þeim jafnóðum í ruslið.  Þessi fyrirtæki eru samt greinilega að fá peninga, annars væru þau ekki að þessu. Það er ótrúlegt að þetta sé ekki stoppað á einhvern hátt.

Svona umræða er auðvitað af hinu góða, væntanlega myndu fáir versla við Nígeríumann með tug milljónir í vasanum, í von um skjótfengin gróða í dag.  Það er fyrst og fremst umræða og kynning. Þótt manni hafi fundist nóg um á tímabili.


mbl.is Varað við svikafyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsjónir falar fyrir betur lyktandi hár

Þórlindur skrifar um bann við reykingum á skemmtistöðum á Deiglunni í dag.

Þetta bann hefur skapað ótrúlega litla umræðu og gengið mjög greitt í gegn. Sjálfur er ég mjög ánægður með bannið og tel að það sé ekki meiri frelsisskerðing eigenda þessara staða en annað sem þeir þurfa að uppfylla. 

Hérna má sjá "Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald"


Mótmælunum mótmælt



Hérna eru menn að safna undirskriftum gegn Saving Iceland. Kíkið á þetta.

Er MacMini málið

Ég kann ekkert á Mac, hef aldrei átt Apple þangað til um daginn þegar ég fékk Ipod í afmælisgjöf. Spurning er hvort MacMini sé málið með sjónvarpskorti.

Fyrir utan að geta spilað mp3, myndir þá vil ég geta tekið upp dagskránna þegar ég er ekki heima.

Apple-menn er þetta málið? Búðin var amk. sannfærandi.

Fréttir af lækkun

Mér fannst það ekki ýkja miklar fréttir að Bílabúð Benna hafi lækkað verðið á nýjum bílum. Á meðan krónan er í lágmarki er bara ekkert óeðlilegt við að bílasalar lækki verðið á bílum sem þeir kaupa inn. Mér finnst það ekki einu sinni frétt. Mér fannst mun frekar frétt að Ingvar Helgason skuli ekki treysta sér til að lækka verðið.

Ætli það séu svona margir bílar á lager? Er þetta ekki gömul lumma sem við þekkjum frá olíufélögunum.

Stungið á vindbelg

Mundi stingur á vindbelg, þegar hann svarar Össuri Skarphéðinssyni vegna umræðu um Hitler.  Það er ekki síst umræðan í athugasemdakerfinu sem er skemmtileg.


Á að handstýra fjöldanum

Leggur Páll til að fjöldi apóteka verði handsstýrt?  Ég hefði haldið að það vantaði einmitt fleiri apótek, það vatnar einhvern sem er að spila á þetta háa lyfjaverð og lækka það.   Þessi apótek eins og lyfja byrjuðu sem lágvöru apótek en hafa þá greinilega farið af leið ef álagning er svona há.

Svo er önnur ástæða fyrir að það vantar nýtt apótek, fann virkilega enginn markaðsþörf hjá sér að vera með apótek sem er opið allan sólarhringinn?  Það er merkilegt að ekkert apótek skuli sjá hagnað í því.  Fólk sem þarf á lyfjum á nóttinni myndi varla hika við að borga nætur álag.


mbl.is Apótekin of mörg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nördalaus makkabúð

Ég er að leita mér að tölvubúð Apple í dag.  Fannst nokkuð merkilegt að búði var algjörlega nördalaus.  Svo nördalaus var hún að ég gat ekki einu sinni fundið þær upplýsingar sem ég leitaði að.

Ég hélt að þegar ég færi í búðina biði mín brunnur þekkingar og nörda eins og flestir þeir sem ég þekki og nota Apple.

Hvað er málið hjá þeim?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband