Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mistækar auglýsingar

Mér finnast margar auglýsingar sem eru í gangi þetta augnablikið eitthvað mistækar.  Ég fýla t.d. aðrar glitnisauglýsinguna mjög vel og finnst hún snilld.  Hins (með Dananum) er rusl.     púkinn bendir svo á beljuauglýsingu Vodafone, sem mér ferlega ófyndin.

Auglýsingastofa í útgáfu

Ég var að lesa Moggan og sé að þar er viðtal við Bigga í Maus, sem nú vill láta kalla sig Bigga í Mónitor.  Þar með er að koma eitt blaðið í viðbót á markað götublaða sem er bara fínt, það er sjálfsagt ágætis rými á þessum markaði.  

Það sem kom hins vegar á óvart er hverjir standa að baki þessu en það er auglýsingastofan Vatíkanið.  Hvernig getur auglýsingastofa verið í útgáfu um leið og hún er að ráðleggja fagmannlega til viðskiptavina sinna?  

Hvað með hinar auglýsingastofurnar? Eru þær að fara að kaupa af blaði sem önnur auglýsingastofa á. Ég veit ekki hvernig þetta er í auglýsingastofu bransanum, en í þeim bransa sem ég er í hefðu menn ekki keypt auglýsingar þar, þó svo að þeim hefði staðið þær til boða ókeypis.

Á hinn bóginn væri ég áhyggjufullur ef ég væri í viðskiptum við þessa auglýsingastofu.  Er hægt að treysta ráðlegginum í blaðamálum? Munu þeir ekki veita öllum viðskiptum í eigið blað, hvort sem það eru hagsmunir viðskiptavina sinna eður ei? Það er jú peninga í vasann fyrir þá.

Ég hefði amk. haldið að það væri ekki kjöraðstaða fyrir fagmannlega auglýsingastofu að vera rekstri fjölmiðla.  Þetta er amk. í fyrsta skipti sem ég heyri af slíku, ef þetta væri góð hugmynd væru sjálfsagt fleiri að gera þetta til að koma sér og viðskiptavinum sínum í kjöraðstæður umfram aðrar stofur. 


Af hverju var Þóru sagt upp?

Dofri Hermansson vaknar nú upp með andfælum við Steingrímur Sævarr Ólafsson er orðinn fréttatjóri Stöðvar 2. Hvernig framsóknarpésin var munstraður í þessa stöðu.

Ráðningn fór svo sem ekki fram hjá neinum, ekki heldur árnagur hans í Íslandi í dag, það kom því í sjálfu sér lítið á óvart að hann skildi vera ráðinn í þess stöðu.

Þrátt fyrir að vega svona að starfsheiðri Steingríms getur Dofri hvergi bent á að hann hafi farið af leið. Nú eru nokkrar vikur síðan hann var ráðin og þar á undan starfaði hann í starfi þar sem hann átti mjög auðvelt með að koma að sínum sjónarmiðum. Miðað við hversu ófagmannlegt það var að ráða Steingrím hljóta að liggja fyrir einhver dæmi.

Í athugasemdakerfi Dofra kemur einnig nokkuð áhugavert í ljós, það skildi þó ekki vera að Þóra hafi verið rekin út af einhverju allt öðru. Einn sem skrifar virðist þekkja til þess að hún hafi verið áminnt fyrir nokkrum vikum.

Það er auðvitað miklu betra að vera rekin fyrir að standa á sínu, frekar en eitthvað annað. Hvaðan skildu upplýsingar um þessa uppsögn hafa komið annars?

Hvað gera menn með álklumpa?

Ég heyrði þetta í fréttum áðan og velti fyrir mér hvað menn gera með 500 kg af álklumpum? Ætli hann hafi ætlað að fara með þetta heim og bræða þetta í álpappír?

Þetta hlýtur að vera einhver furðulegasti fyrirtækja þjófnaður sem maður veit um, enda ál í klumpum náanst gagnlaust nema að vera með stórvirkar framleiðsluvélar til að koma þessu í einhver verðmæti.
mbl.is Grunur um álstuld á Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebook

Seinniparturinn fór í að reyna að búa til Facebook prófíl.  Vinir og vandamenn fengu skeyti í stórum stíl.  Ég hef aldrei verið mjög góður í svona en þetta er sjálfsagt mjög spennandi.  Það eru amk. nokkuð stór samfélög þarna inni.  Fyndið að maður hafi aldrei dottið inn þarna áður miðað við að maður er á öðrum svona sambærilegum vefjum.  Greinilegt að það eru mun fleiri þarna en á þeim sem ég hef nú þegar prófað. 

Ég hef nú í sjálfu sér aldrei séð neitt svakalega gagn af þessum vefjum samt, en verður maður ekki að taka þátt í þessu? 


Orkuveitan ehf

Þetta eru nokkuð merkilegar fréttir. Það eru góðar fréttir að það eigi að EHF fyrritækið og voandi er það fyrsta skref í þá átt að pólitíkusar hætti að ráðskast með þetta fyrirtæki.

Það á eftir að vera fjör um þetta á næstunni, ég spái því að þetta verði málið á næstunni í borgarmálunum, við eigum ekki eftir að heyra mikið af strætó eða öðrum borgarmálum næstu vikurnar.

Hugmyndir um þessa breytingu hafa annars farið ansi hljót.

Snilldar fyrirsögn

Kári bendir mönnum á ótrúlega seinheppni Blaðsins, já eða ótrúlega opið samband hjá Þorgrími Þráinssyni. Í fyrirsögninn er: "Kennir karlmönnum á konurnar sína"

Gríptu tækifærið

Á morgun fimmtudag hefst ræðunámskeiðið mitt. Ég er búinn að nefna þetta nokkrum sinnum á blogginu mínu, en málið er að þetta er í fyrsta skipti sem ég mun taka þátt í kennslu í slíku námskeiði. Mjög spennandi tímar fyrir mig að fá að prufa að taka þátt í slíku verkefni. Áður hef ég tekið þátt í keppnum og verið liðsstjóri í svona liði. Reyndar mun ég eingöngu hafa takmarkað hlutverk í þessu, sem aðstoðarleiðbeinandi.

Einhver rannsókn sýndi að fólk óttast meira að standa fyrir framan fólk en dauðinn sjálfur. Með smá þjálfur en hægt að vinna bug á slíkum ótta. Það gildir um þetta eins í svo mörgu öðru að æfingin skapar meistarann. Við höfum tekið inn 12 manns á þessi námskeið og vorum búin að fullbóka núna. Hins vegar komu inn nokkra afbókanir í dag, það eru því laus pláss í námskeiðinu ef einhver skildi hafa áhuga á að skella sér.

Ef þú hefur áhuga á að grípa tækifærið geturðu skráð þig á heimasíðu JCI Esju: http://www.jciesja.org/Raedunamskeid.html.

Stöðvum Einar Bárðarson

Nú er X-ið farið af stað með undirsskriftarsöfnun sem þeir auglýsa grimt. Ég er núna búinn að heyra þetta í nokkra daga. Hún ber fyrirsögnina stöðvum Einar Bárðarson.

Slóðið er: http://www.petitiononline.com/st4e0772/petition.html

Ég hef nú alveg séð undirskriftarsafnanir sem hafa gengið betur, en það virðast enn bara verið um 350 manns sem vilja manninn stöðvaðann. Það er greinielgt að fólk vill Lúxor, vill Nylon og vill Cortes. Leðurhausarnir á Xinu verða bara að sætta sig við þetta. Ég vona þeirra vegna að þetta séu ekki allir hlustendur rásarinnar.

History Chanel

Ég hef ótrúlega gaman af History Chanel, með símanum er þetta í fyrsta skipti sem ég hef aðgengi að henni.  Hérna situr maður og glápir á sjónvarpið og ímyndar sér að maður sé að dæla þekkingu í sjálfan sig.  

Að sjálfsögðu er það allt saman blekking enda History Chanel minnið sjálfsagt ekkert betra en Evróvision minnið.

Þetta er samt mjög áhugavert efni.  

Ég get samt ímyndað mér að menn verði fljótt leiðir á þessu.  Hvað er hægt að horfa á margar myndir um seinni heimsstyrjöldina?  

Þetta er einhvern vegin fyrsta sjónvarpsstyrjöldin og nóg til af myndefni, svo hvort sem það heitir Discovery eða History Channel er hver þátturinn á fætur öðrum um hana.    Hins vegar eru nýrri styrjaldir of nýjar til að vera beint efni í History?   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband