TómasHa
Heiti potturinn var stofnaður árið 1998, þá var skrifað í gegnum telnet hugleiðingar, undir lok ársins bentu nokkrir félagar á sniðugt kerfi þar sem ekki þurfti lengur að flytja færslurnar yfir á netið. Síðar datt áhugi fyrir þessum skrifum að mestu niður meðal annars vegna þess að ég jók skrifin á frelsi.is og deiglan.com. Þetta er tilraun til þess að endurvekja bloggið, það er spurning hversu lengi það mun endast. Nú í nýju kerfi og í fyrsta skipti án þess að nota heitir potturinn í titilinum. Við sjáum til. Heiti potturinn er blogg þar sem hugsanir og tilraunir birtast. Ég trúi ekki á að það sem standi í bloggi sé einhver endanleg útgáfa og hika því ekki við að breyta, bæta og laga detti mér það í hug eða fái ég einhverjar athugasemdir. Það mun ekki vera kallaðar tilraunir til þess að kanna athygli manna eða fjölmiðla.