Vélsmiðja að opna brugghús?

Vélsmiðja Orms og Víglundar voru að kaupa sér lénið brugghúsið.is, það skildi þó ekki vera að þar á bænum væru menn að velta fyrir sér að opna brugghús. Það væri þá eitt af mörgum sem menn eru að spá í að opna, nú þegar er eitt í gangi fyrir á Árskógsströnd, hugmyndir í Eyjum og svo nú þetta. Þetta fer að vera jafn skemmtilegt og í Þýskalandi þar sem hvert svæði er með sína bjórmenningu.

Gúrkunni útvistað

Stebbi skrifar hvernig mbl.is virðist hafa lokað á Bol. Ég skrifaði í morgun um skrýtna hætti hans. Hann misnotaði kerfið á hæsta skala með því að skrifa eina - tvær línur um hverja frétt án þess að segja nokkuð.

Þetta er auðvitað eitthvað sem mogginn er í hættu með, margir hafa bent á að menn þurfi að vinna sér inn réttindi til að skrifa um fréttir eða að þeir muni einfaldlega fjarlægja þennan möguleika.

En sem komið er hafa þeir í mestu afgreitt þetta í hverju tilviki fyrir sig. Það getur vel verið að það sé nú bara nóg ef flestir hegða sér almennileg.

Sumir hafa jú trú á einstaklingnum :)

Bömmer

Bölvaður bömmer, ég keypti móðurborð og örgjörva í gömlu tölvuna mína.  Núna er ég búinn að eyða 30 mínútum í að koma því í tölvuna mína en núna startar hún alls ekki.  

Þetta var fjárfesting upp á 13.000 krónur, svo ég ætla rétt að vona að það sé ekki búið að klúðrast eitthvað borðið. Það væri mega bömmer.  Það væri týpískt að þetta væri eitthvað bilað.

Ég er reyndar ekki búinn að gerfast upp á þessu, það er bara kominn hálfleikur. 


Ritdeila hjá Eyjubloggurum

Það stefnir allt í skemmtilega ritdeilu hjá Eyjubloggurum, en Össur ræðst að Friðjóni eftir skrif hans um Sigríði Ingu Ingadóttur í pistli sem heitir Sturtað niður úr gullklósettinu.

Það er alltaf gaman að fylgjast með ritdeilum. Nú er boltinn hjá Friðjóni.

Gúrka í bloggheimum

Það má segja að það sé algjör gúrka í bloggheimum, þegar bloggarinn bolur bolsson er vinsælasti bloggarinn.  Hann hefur tekið að tengja blogg við fréttir á nýtt level og mikið undur að enginn hafi í raun gert þetta áður.  1-2 línur við hverja frétt og svo bara að gera þetta við allar fréttirnar.  

Ýmsir hafa verið dulegir að blogga um fréttir en enginn eins og bolur. 


Ótrúlegt klúður

Hvernig er hægt að klúðra þessu svona svakalega. Var þessi bygging byggð á þessari einu skýrslu sem svo miðaði alls ekki við þær breytingar sem áttu að gera á skipinu?

Maður hefur á tilfinningunni að þetta hafi verið einhvers konar naglasúpa, þar sem menn þurftu að byrja á einhverjum stað.  Menn hafi ekki verið tilbúnir að kaupa heilt skip í einu, en orðið að sýna eitthvað. 

Þetta eitthvað er nú orðið miklu mun dýrara en að kaupa bara strax í upphafi nýtt og flott skip handa þeim.

Ég vona að núverandi samgönguráðherra sem hefur verið iðinn við að nöldra um Grímseyjarferjuna, sleppi því að kaupa fleiri naglasúpur. 


mbl.is Tappi hélt dallinum á floti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótasta rokksveit landsins

Ég veit ekki hvort þetta er hannað útlit en að sjá þessa gaura svona saman gerir þá að ljótustu rokksveit landsins.   Hafi þetta ekki verið hannað ljót útlit, þá tókst þeim vel til því að rokksveitir eru nú ekki frægar fyrir að vera fallegar.  
mbl.is Gulli gengur aftur í Brain Police
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú koma kröfurnar niður

Eftir yfirlýsingarnar sem voru um helgina hljóta kröfurnar að koma niður hjá Eiði, hann er varla að fara að halda uppi þessum kröfum og fá bara að vera á varamannabekknum hjá Barcelona.  Menn hljóta að vera að spila einhverja taktíikt í þessu.  
mbl.is Segir launakröfur Eiðs Smára háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ómenningin ekki fín?

Er það ekki þessi ómenning sem fjölmargir erlendir gestir koma hingað og skoða? Hefur þessi ómenning verið einhver undanfarin ár miðað við það sem hún var hérna fyrir 10 árum þegar allir staðir lokuðu klukkan 3 og bærinn fyltist af reiðum ungum mönnum?  Hvar er svo göngulöggan?  Nú eiga sjálfvirkar eftirlitsmyndavélar að koma í staðin.  Er ekki málið að löggan verði aðeins sýnilegri?
mbl.is Vill að ómenningin í miðborginni verði upprætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi tímar framundan

Það er alveg ljóst að það verða spennandi tímar framundan á íslenska markaðnum, það verður gaman að sjá hvernig íslenski markaðurinn mun fylgja þessum erlendu. Oft áður hefur verið eins og íslenski markaðurinn hafi ekki verið í fullkomnu samabandi við þá erlendu þar sem viðbrögð hafa ekki fylgt alveg í kjölfarið. Á föstudaginn byrjaði þetta hins vegar strax og af meiri látum en á mörgum erlendu mörkuðunum, sem er í sjálfu sér eðlilegt með einsleitari fyrirtækjum á íslenska markaðnum en erlendis.
mbl.is Fjárfestar búa sig undir frekari titring á fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband