Eru menn ekki að grínast!

Hvað er málið þegar með sjónvarpsdagskránna hjá RÚV á laugardagskvöldi. Fyrst kemur ömurlegur Eurosvisonþáttur, sem er fyrst og fremst uppfullur af einkahúmor tveggja þáttastjórnenda og svo kemur teiknimynd með geimveru og syndandi rollum.Ég hallast að því að þetta sé RÚV að rétta þjóðinni miðjuputtann, vegna þess að við þurfum að borga fyrir þetta, hvort sem okkur líkar betur er verr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Blessaður Tómas.Sammála þér með RÚV - það þarf að sauma að stjóranum - mér finnst líka óþolandi að hafa hann á skjánum - hann er einn af þeim mörgu hér á landi - sem ættu að skila inn lyklunum -  bílum og öðru " gossi "og hafa vit á að skammast sín.

Annars var ég að svara Ragga litla áðan - um sama efni - við deilum RÚV smekk með mörgum.

Benedikta E, 10.1.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Sitt sýnist hverjum og kemur ekki á óvart að Sjalli eins og þú gefur lítið fyrir RÚV. Ekkert nýtt þar. Ég er ósámmála þér með Hrútin Hrein. Það er gott að RÚV sýni þann þátt enda margir sem á hann horfa.

Heiðar Lind Hansson, 11.1.2009 kl. 02:06

3 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

..og líkar vel (átti svo að koma í síðustu setninguna).

Heiðar Lind Hansson, 11.1.2009 kl. 02:08

4 identicon

Þeir meiga væntanlega ekki sýna skemmtilegt efni því þá missa allir á skjá1 vinnunna

Krisinn (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 09:40

5 identicon

er ekki hægt að slökkva á sjónvarpinu hjá þér? 

Eysteinn (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 11:03

6 Smámynd: TómasHa

Benedikta: Ég er eiginlega alveg hissa á því að hann sé ekki betri, komandi úr því umhverfi sem hann kemur.

Heiðar: Stjórnmálaskoðnair mínar koma þessu ekkert við. Ég var ekki að leggja til að selja RÚV, ég var bara með þá kröfu að þeir biðu upp á gott sjónvarpsefni. Það getur vel verið að einhverjum finnist þessi hrútaþáttur ágætur, en þetta er bara ekkert efni fyrir laugardagskvöld.

Eysteinn: Skiptir það einhverju máli. Ég þarf að borga fyrir þetta hvort sem er. Geta þeir bara ekki reynt að vera með almennilega dagskrá á laugardagskvöldi?

TómasHa, 11.1.2009 kl. 12:24

7 Smámynd: arnar valgeirsson

júróvísjón var lítið merkilegt, nema að þær kysstust sætu stelpurnar sem reddaði þættinum.

og ekki tala illa um hrútinn hrein. það eru snilldarþættir.

annars er sjónvarpið ekki merkilegt, svona að öðru leyti.

arnar valgeirsson, 11.1.2009 kl. 14:44

8 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Í þessu sem öðru eru skiptar skoðanir. Eurovision þátturinn var feyki skemmtilegur að mínu mati (eins og alltaf) og stjórnendurnir stóðu sig frábærlega vel. Hressar og skemmtilegar ungar konur. Ef eitthvað er, þá hefðu þær mátt vera "fínni", en þátturinn sem slíkur var góður, lögin alveg ágæt og ég hlakka til að horfa á næsta þátt.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 11.1.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband