Að stela kaffihúsi

Jón Garðar, framkvæmdarstjóri Eyjunnar er með nokkuð áhugaverðar pælingar. Þar bendir hann á að penninn hafi sagt upp samningi við Súfistann sem gilti til 2013, sem hafi valdið því að staðurinn varð að pakka saman og fara.

Álíka dæmi kom upp fyrir nokkrum árum þegar Sólon varð að gera slíkt hið sama. Gott ef sambærilegur staður var ekki opnaður í Hafnarfirði, með litlum árangri.

Eins og Jón Garðar bendir á þá er það staðsetningin sem skiptir öllu máli í þessum kaffihúsabransa.

Ég mæli með bókinn The Undercover Economist . Bókin byrjar á umfjöllun, afhverju við erum tilbúin að kaupa kaffibolla á lestarstöð fyrir 200 kall, þegar við getum fengið hann annarsstaðar fyrir 100 kall. Sú umfjöllun fittar mjög vel við það sem Jón Garðar er að segja um Súfistann.

Menn hljóta annars að gera leigusamninga þannig úr garði að það sé eitthvað penalty ef honum er sagt upp. Það eru fjölmörg dæmi um að menn hafi orðið að kaupa leigutaka út fyrir stórar fjárhæðir. Erlendis ganga leigusamningar á góðum stöðum kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir. En þá er líka gríðarlega hátt penalty fyrir leigusalan að segja upp slíkum samningi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband