Afhverju að bíða?

Hversu fyndið er að biðja fólk sem er komið með Harrý Potter bækurnar í hendur að opna ekki bókina?     Þetta er eiginlega bara dónaskapur.   Þetta er eins og að senda fólki nammi, og banna því að opna það. Ekki bara það, því þetta er nokkuð sérstakt nammi sem mjög fáir mega smakka.  

Það er alltaf gaman af því hversu góðir menn eru að spila á fjölmiðla, að sjálfsögðu eigum við eftir að sjá myndir af röðum fólks að fá bókina þegar hún kemur úr. 

Samt er bókin löngu lekin á netið, ég efast um að það séu falsað.  Amk. hefur því ekki verið neitað að þetta sé ekki rétta bókin.  Það er bara verið að ýja að því, ekkert fast. Getur verið fölsun, ekki víst að sé rétt...

Sjálfur ætla ég að bíða þangað til þessi bók kemur í bíó og ekki einu sinni vera fremstur á vagninum þar. Ég held að ég hafi séð tvær svona myndir.  Fannst þær samt alveg ágætis afþreying, ekkert svakalega spennandi.  Bara fínar.



mbl.is Kærur lagðar fram vegna sölu nýju Harry Potter bókarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband