Ekki rétt hjá Stefáni

Þetta er bara ekki rétt hjá Stefáni, Deiglan.com, var stofunð árið 1998. Ég veit ekki hvort hann er vísvitandi að telja ekki upp deigluna, hvort hann telur að hún hafi ekki verið verðugur andstæðingur eins og hann kallaði hin vefritin eða hvað málið er. Þetta er í annað sinn nú á stuttum tíma sem hann telur upp vefrit, þar sem ég teldi að deiglan ætti að vera á listanum en er ekki.
Múrinn hrynur
"Ég vona að einhverjir muni sakna okkar," segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn stofnenda veftímaritsins Múrsins sem nú hefur lagt upp laupana.

"Ég vona að einhverjir muni sakna okkar," segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og einn stofnenda veftímaritsins Múrsins sem nú hefur lagt upp laupana.

Múrinn er eitt elsta pólitíska vefritið. Aðeins Vef-Þjóðviljinn er eldri. Að sögn Stefáns var blómatími þeirra rita, sem vöktu athygli og voru skrifin oft tekin upp af hefðbundnari fjölmiðlum, á árunum 2001 og 2002. Á þeim tíma var Björn Bjarnason eini pólitíkusinn sem skrifaði á netið. En með auknum uppgangi bloggsins og því að annar hver atvinnumaður í stjórnmálum tók upp á því að skrifa á netið tók að fjara undan veftímaritunum. Stefán heldur því þó fram að hann hafi ekki séð eitt einasta blogg sem er betra en sæmilegt veftímarit, sem lýtur ritstjórn, er byggt á samstarfi og ákveðinni stefnu. En pólitísku veftímaritin, sem þurfa að vera skrifuð af "ungum og gröðum" mönnum með sterkar pólitískar meiningar að sögn sagnfræðingsins, söfnuðust til feðra sinna misvirðulega.- jbg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tómas

Þessi staðhæfing um að Múrinn sé næstelstur vefrita er ekki eftir mér höfð, heldur frá blaðamanninum komin - þótt raunar megi skilja texta fréttarinnar á annan hátt. Mig minnir reyndar að Frelsi.is sé líka eldra en Múrinn. Mig minnir að blaðamaðurinn hafi spurt mig hvort Múrinn væri ekki elsta vefritið og ég neitaði því - og nefndi m.a. Vef-Þjóðviljann til sögunnar, með þessum afleiðingum.

Varðandi það að ég hafi sleppt Deiglunni í frásögn minni um daginn, þá er því til að svara að listinn átti ekki að vera tæmandi yfir virk vefrit á þessum tíma. Þannig voru kratar með vefritið Grósku og þegar hún hætti kom Politik.is til skjalanna. Maddaman.is kom sömuleiðs snemma fram.

Ástæðan fyrir að nefndi ekki Deigluna sem dæmi um vefrit sem ég taldi hafa skipt verulega miklu máli á umrótatímanum 2000-2001 er sú að Deiglan var á þeim tíma meira í ætt við bloggsíðu Borgars Þórs. Hann var vissulega með nokkra gestapistlahöfunda, s.s. Þórlind Kjartansson - en stóra breytingin á Deiglunni verður ekki fyrr en hún hætti að vera prívatmálgagn Borgars Þórs og fékk formlega ritstjórn.

Stefán (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 10:24

2 identicon

Ég held að Stefán hafi einfaldlega sömu skilgreiningu á vefriti og ég, það er að það þurfi fleiri en einn mann, helst skipulega ritstjórn. Deiglan var blogg sem varð í fyrsta lagi að vefriti haustið 2000. Ef við förum að víkka út vefritsskilgreininguna á þann hátt að fólk þurfi einfaldlega að skilgreina sjálft sig sem ritstjóra þá inniheldur Moggabloggið ótal "vefrit".

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband