Múrinn RIP

Var að sjá að Múrinn er allur. Stebbi Páls skrifar kveðju grein um Múrinn.  Múrinn var lengst af hörku vefrit, þó svo að maður hafi verið ósammála þeim í mjög mörgu. Einfalt útlit og skiljanlegar greinar.

Það er hörku vinna að halda úti svona vefrit, sérstaklega þegar fáir eru í ritstjórn þess og vinnan dreifist á fárra hendur.   Það er flott hjá þeim að enda þetta svona, bara klára dæmið.  Mörg vefrit sem hafa gefið upp öndina, hafa gert það með hægum dauðdaga. Sum anda enn en eru þó með súrefniskút og staf.

Stebbi telur upp nokkur pólitísk sem flest heyra nú sögunni til, þar nefndi hann ekki vefritið Deiglan sem hefur verið starfrækt síðan 1998 og er enn í fullu fjöri, þótt greinarnar séu margar ópólitískar.  Deiglan hefur verið með öflug skrif frá stofnun en nú um þessar mundir eru um sem starfa á vefritinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband