Fámennt hjá H-listanum

Svo virðist sem H-Listinn hafi ekki fundið mannskap til að manna listann sinn til háskólafundar.  Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem slíkt tekst ekki hjá listanum.

Þar að auki mun Háskólalistinn kynna hugmyndir um gjörbreytt kosningakerfi á næstu dögum sem gengur út á að kosið verði beint í nefndir Stúdentaráðs.

Ég býð spenntur eftir að heyra hvernig þessu nýju reglur eru, en háskólalistinn hefur boðað einstaklingskosningar frá upphafi. Hvað ætli hafi orðið af þeim hugmyndum?
mbl.is Háskólalistinn kynnir framboðslista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Háskólalistinn

Þú verður bara spenntur í örlítinn tíma í viðbót en það má alveg upplýsa að hér er um að ræða nýja útfærslu af einstaklingskosningum.

Háskólalistinn, 21.1.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Háskólalistinn

Og já Tommi, Háskólalistinn hefur fyrir löngu boðað það að við ættum að skipa fulltrúa á Háskólafund en ekki kjósa þá.  Háskólafundir eru þemafundir þar sem betra væri að senda fulltrúa sem hefðu vit á þeim málefnum sem þar er fjallað um.  Það var því aldrei nokkurn tímann á dagskrá að bjóða fram lista fyrir Háskólafund.

Þarna hefði kannski verið betra að kynna sér málin fyrst.  Við búumst augljóslega við að þú leiðréttir færsluna.

Háskólalistinn, 21.1.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Þetta þykir mér furðulegt svar hjá Háskólalistanum.

Þegar að sérstök lagabreytingarnefnd Stúdentaráðs vann að breytingum á kosningalögum SHÍ skólaárið 2005 - 2006 þá var einróma samstaða milli allra fulltrúa nefndarinnar (tveir frá Röskvu, tveir frá Vöku og svo einn frá Hálistanum, allt laganemar) að skoða þann möguleika að leggja af kosningar til Háskólafundar. Lögð var nokkur vinna í það að laga lög Stúdentaráðs að þessu breytta ferli og skoða mögulegar útfærslur.

Í þeirri vinnu kom fljótlega í ljós að kveðið á um það í lögum um Háskóla Íslands nr. 41/1999 hvernig staðið skal að vali á fulltrúum stúdenta á Háskólafund. En 6. ml. 1. mgr. 8. gr. laga um HÍ hljóðar svo:

"Auk þess skal eiga sæti á háskólafundi einn fulltrúi samtaka stúdenta á móti hverjum fimm fulltrúum annarra aðila innan háskólans, og skulu þeir kjörnir hlutfallskosningu í sérstökum kosningum til tveggja ára í senn."

Var það augljóst að mati nefndarinnar að þetta ákvæði í lögunum væri alveg skýrt að því leyti að þessir fulltrúar stúdenta sætu í tvö ár samfleytt. Nefndin var líka sammála um það að þó að orðalag ákvæðisins byði kannski upp á það að Stúdentaráð kysi sér þessa fulltrúa eftir hlutfallskosningu þá væri lýðræðislegra að það væru stúdentar sjálfir sem kysu sér þessa fulltrúa þar sem ekki væri hægt að velja þá eftir efni fundarins hverju sinni, heldur væru þeir bundnir í tvö ár. Ræddar voru hugmyndir um það að þrýsta á Alþingi að breyta þessu ákvæði en talið var að rétt væri að beita þrýstiafli Stúdentaráðs gagnvart Alþingi frekar í þeim hagsmunamálum stúdenta sem flestir myndu telja mikilvægari en þetta. Um þetta voru menn almennt sammála og var málið talið útrætt og snéru menn sér því öðrum verkefnum sem lágu fyrir nefndinni.

Ég hefði talið að maður sem skrifar undir nafni Háskólalistans hefði þessar upplýsingar á reiðum höndum. Fáfræði Hálistamanna á störfum Stúdentaráðs og því lagaumhverfi sem það starfar í virðast lítil takmörk sett. Krafa Hálistamannsins um að Tommi “kynni sér málin” virðist óttalega kómísk þegar að fáfræði Hálistans í þessum málum er skoðuð.

Með von um betri vinnubrögð og ánægjulega kosningabaráttu.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 21.1.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband