Færsluflokkur: Sjónvarp

Jesús með síma frá vodafone

Snilldar skúbb hjá Eyjunni. Hversu neyðarlegt er það að vera með síma frá vodafone? Það skildi þó ekki vera að þetta myndi halda lífi í auglýsingunni í nokkra daga til viðbótar.

Var þetta plott eða klaufaskapur? Allt til að fá athyglina, jafnvel að vera með merki samkeppnisaðilans?

Hvorugt liðið mjög gott

Fannst nú hvorugt keppnisliðið mjög gott. Jógvan tón Bon Jovi lag sem hann réði engan vegin við, og var alveg hræðilegt þegar hann forðaðist háu tónana. Fyrsat lagið hans var fín. Þær systur voru lélega í fyrsta laginu en mjög góðar í wild danses.

Þetta er svo sem týpískt fyrir þessar keppnir, í fyrra vann Snorri Idolið en er mjög einhæfur söngvari. Þetta hefur kannski sést best í sölunni á diskumm þessara listamanna, fáir hafa keypt diskana. Menn hafa haft háar væntingar, en svo hafa á endanum fáir verið tilbúnir að kaupa.
mbl.is Jógvan sigraði í X-Factor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Georg Helgi Seljan Jóhannsson....

Ljósvakalæðan segir frá ati sem Logi Bergmann gerði við Helga Seljan.

Logi fór nefnilega austur í dag að stjórna árshátíð starfsmanna Fjarðaáls, og fannst tilvalin hugmynd að fá alla til að senda týnda syninum, Helga Seljan, örlitla kveðju, en hann hefði sem kunnugt er snúist gegn álverum og sæti nú að sumbli, með Jónsa í Sigurrós og Andra Snæ, á Kaffibarnum.


Munu öll börn í Hafnarfirði deyja?

Undanfarið hefur Sól úr straumi dreift myndbandi bæði í gegnum netið, sem og með auglýsingum í sjónvarpi. Þar hefur CO2 losun álversins verið lýst sem eitri sem muni drepa börnin í Hafnarfirði, við sjáum hvernig börnin kafna í reyk og hósta.

Staðreyndin er að allt í kringum okkur er CO2, í andrúmsloftinu eru eitthvað í kringum 0,03% og við öndum frá okkur um 4,5% CO2 (ef ég mann rétt úr menntaskóla). Hvert og eitt okkar skaffar um 1 kg af CO2 til andrúmsloftsins á sólarhring. Allt í kringum okkur eru CO2 gjafar, án þess að það sé að hafa sérstaklega slæm áhrif á okkur eða börnin okkar. Að sjálfsögðu er þetta í úrblæstri bíla, rotnun og svo framvegis. Þegar við öndum, þegar við brennum kerti, í hveravatni og eldgos svo einhver vel þekkt dæmi séu nefnd.

Það efast enginn um að þessar tölur eru réttar með útblásturinn álversins í samanburði við bílaflotann. Það er hins vegar framsetningin sem eru verulega gagnrýniverð. Losun þessa CO2, hefur ekki meiri áhrif á börn Hafnarfjarðar frekar en losun á sama magni á Húsvík. Skildi Sól í Straumi hafa heyrt um hugtakið "Global Warming"? Það hentar þeim því miður ekki að segja frá hinum raunverulegu áhrifum CO2, það væri ekki eins dramatískt fyrir húsmæður í Hafnarfirði.

Rannveig góð

Mér fannst Rannveig vera mjög sterk í Kastljósinu í kvöld, hún svaraði þeim spurningum vel sem hún fékk og kom með gríðarlega góð rök. Það var ekki hægt að hrekja neitt af því sem hún sagði.

Á hinn bóginn talaði Andri mest um local mál eins og Þjórsá, sem kemur þessu máli ekkert við. Svo talaði hann um heildarmyndina, og svo andrúmsloftið... en kom ekki með neitt sem hefði gert það að verkum að ég hefði ekki kosið með því.

Britney sendi mér póst

Mikið var ég glaður þegar Britney Spears sendi mér póst, ég hlaut að vera sérstakur fyrst hún tók sér frí úr meðferðinni og ástinni til að senda mér póst.

Gleðin tók þó skjótan endi þegar ég opnaði póstinn og þar var Britney að hvetja mig til að kaupa mér viagra, ekki bara það heldur á ódýrustu verðum sem voru í boði á netinu.

Hvað var Britney eiginlega að pæla?

Flottar auglýsingar hjá Landsbankanum

Mér finnast þær vera ansi flottar auglýsingarnar sem Landsbankinn er að keyra þessa dagana með minnismiðana. Það er stíll yfir þeim, og svo er nokkuð smellinn húmor. Ekkert of flókið.

Grátur í X-faktor

Það var ótrúlegt að sjá í fréttunum hvernig dómararnir voru hágrátandi eftir þáttinn í gær. Ótrúlegt hvað menn eru orðnir involveraðir í þessa keppni.

Óspennandi manneskja

Mikið svakalega finnst mér Paris Hilton óspennandi manneskja. Hún er aðalega fræg fyrir að kunna ekkert og geta ekkert. Ekki hefur hún getað sungið eða leikið og þessi raunveruleikaþáttur hennar var frekar súr.

Það er ótrúlegt þegar fólk er bara frægt fyrir að vera frægt og frægðarsólin vex og vex.

Það virðist vera eitthavð ráð hjá þessu liði að reyna að sýna á sér "einkapartana", hvað er annað hægt að álíta þegar hún sést upp í bíl í stuttu pilsi..

Svo má ekki gleyma úttektunum sem voru gerðar í kjölfarið. Fjölmargar vaxsnyrtikonur sem gátu vitnað um að þetta hefði allt verið rétt gert.

Allt svona frekar óspennandi að mínu mati.
mbl.is Paris Hilton best í rúminu segir gamall rekkjunautur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seinheppninn talsmaður

Frábært!

Að vera talsmaður með nægjanlegt traust til að vera sendur í sjónvarpsþátt og segja þetta um eiginmanninn.

Sumir brandarar eru bara svo fyndnir í hausnum á manni, en virka ekki jafn vel þegar þeir koma út úr manni.

Sumir talsmenn eiga bara að vera á flokksskrifstofunum.
mbl.is Brandari sem klikkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband