19.1.2007 | 10:13
Höllu í embætti KSÍ
Í gær leitaði ég svara og fékk varðandi framboð Höllu. Í fyrstu leit þetta út fyrir að vera eitthvað grín, en það var byggt á miskilningi mínum. Staðurinn "Fish and Chips" er víst nýr fínn staður, en sá staður sem gengur undir nafninu "Fish and Chips" er staðurinn á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Framboðið er sem sagt af fullri alvöru.
Það virðist komin ákveðin bylgja í samfélaginu að styðja Höllu, ansi margir eru tilbúnir að hrista upp í þessum samtökum (KSÍ) og fá ný sjónarmið inn. Það þýðir þó ekki að hún muni ná árangri.
Nú þegar hafa félög lýst yfir stuðningi við frambjóðendur, baktjaldamakk hefur farið fram og loforð hafa verið gefin.
Þeir sem eru með fulltrúa í þessu vali eru væntanlega ekki æstir í þessa uppstokkun sem Halla er að bjóða fram, það eru einfaldlega ekki þeira hagsmunir að hræra upp í kerfinu (þó menn vilji ákveðnar breytingar). Það eru þeira hagsmunir að hafa kerfið eins og það er, og að með stuðningi við ákveðinn frambjóðenda munu þeir tryggja félagi sínu aðgengi að fjármunum og góðu veðri hjá KSÍ.
Þetta mun hins vegar ekkert hafa með það að gera að Halla er kona, femínisti eða í VG. Ég vona að sú umræða eigi ekki eftir að koma upp í kjölfar kjörsins. Það eru bara ekki þau sjónarmið sem ráða þessu.
Ég styð Höllu, ekki að mitt atkvæði ráði neinu. Óháð kynferði og bakgrunni, held ég að Halla myndi hrista skemmtilega upp í þessu. Það veitir sjálfsagt ekki af því.
Það virðist komin ákveðin bylgja í samfélaginu að styðja Höllu, ansi margir eru tilbúnir að hrista upp í þessum samtökum (KSÍ) og fá ný sjónarmið inn. Það þýðir þó ekki að hún muni ná árangri.
Nú þegar hafa félög lýst yfir stuðningi við frambjóðendur, baktjaldamakk hefur farið fram og loforð hafa verið gefin.
Þeir sem eru með fulltrúa í þessu vali eru væntanlega ekki æstir í þessa uppstokkun sem Halla er að bjóða fram, það eru einfaldlega ekki þeira hagsmunir að hræra upp í kerfinu (þó menn vilji ákveðnar breytingar). Það eru þeira hagsmunir að hafa kerfið eins og það er, og að með stuðningi við ákveðinn frambjóðenda munu þeir tryggja félagi sínu aðgengi að fjármunum og góðu veðri hjá KSÍ.
Þetta mun hins vegar ekkert hafa með það að gera að Halla er kona, femínisti eða í VG. Ég vona að sú umræða eigi ekki eftir að koma upp í kjölfar kjörsins. Það eru bara ekki þau sjónarmið sem ráða þessu.
Ég styð Höllu, ekki að mitt atkvæði ráði neinu. Óháð kynferði og bakgrunni, held ég að Halla myndi hrista skemmtilega upp í þessu. Það veitir sjálfsagt ekki af því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Facebook
Athugasemdir
Helvíti er ég ánægð með þig núna Tómas. Flott færsla!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.