Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Er Jón Gerald farinn að greiða mótmælendum?

Jón leit út fyrir að vera svona 20-30 árum eldri en flestir mótmælendur sem þarna voru.

Það sem þó vakti ahygli mína voru þessi skilti sem mótmælendur voru mættir með. Hingað til hafa menn látið sér duga heimagerð skilti, en þessi skilti voru greinilega gerð af fagmönnum.

Er Jón Gerald farinn að taka þátt í kostnaði mótmælenda?


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágvöruverslun Jóns Geralds

Baugsmalid

Jón upplýsti rétt í þessu að hann ætlaði að stofna lágvöruverðsverslun á Íslandi á næstunni. Hann endurtók nokkrum sinnum að það færi eftir því hvernig Íslendingar tækju á móti honum.

Ég get upplýst Jón að Íslendingar munu taka vel á móti honum, ef hann býður góðar vörur á góðu verði.

Ég velti svo sem fyrir mér hvað Jón hafi átt við með þessum orðum. Þegar Krónan fór af stað byrjuðu þeir að bjóða vörur ódýrari en Bónus, en fljótlega komst á jafnvægi í samkeppninni, fyrirtækin lærðu á hvort annað.

Er nokkur ástæða til þess að ætla annað ef Jón er með þessi góðu verð sem hann hefur alltaf sagt að hann sé með, en að honum eigi eftir að vegna vel?


Snilld!


Leiðir úr kreppunni :)

Kreppu brandari

Það eru bara tvær leiðir fyrir Íslendinga úr kreppunni!

Icelandair og Iceland Express

====

Kannski ekki sú leið sem maður vill fara en fyndinn punktur. 


Fleiri treysta mbl.is en Morgunblaðinu

Það er nokkuð merkilegt að í könnuninni á því hvort menn treystu miðlum vel eða illa kemur mbl.is betur úr þeirri könnun en mogginn. Það hlýtur að vera nokkuð sértakt að vefmiðlill skuli skora hærra en blaðið. Fréttir í blaðiðið eru unnar til fulls á meðan fréttir á mbl.is koma hratt en eru oft ekki fullunnar.

Frábært framtak

Þetta er frábært framtak hjá Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sem stendur fyrir ókeypis ráðgjafarstofu.

Þarna er félagið búið að safna saman fagaðilum og sérfræðingum úr sínum röðum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að leiðbeina fólki vegna ástandsins.

Margir aðrir mættu taka þetta til sín og velta því fyrir sér hvernig er hægt að hjálpa til. Það er ekki nóg að standa upp á torgum og mótmæla, það hjálpar fáum. Víða er að finna mikla þekkingu sem án mikils tilkostnaðar er hægt að virkja til að hjálpa fólki.


mbl.is Ókeypis ráðgjöf vegna efnahagsástandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir úr mínum gamla skóla

Vísir segir frá því að stjórnarflokkarnir haldi velli í MR.

Ósk Stefáns að rætast

Stefán Pálsson formælti moggablogginu í 8 mánuði í flestum færslum hjá sér. Hann endaði á þessum nótum:

Moggabloggið? Þarf eitthvað að hnýta í það meira - er það ekki löngu dautt í hugum flestra?

Það skildi þó ekki vera að þessar formælingar hafi ekki bara haft áhrif á bloggið heldur líka Moggan sjálfan?


mbl.is Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverðar spurningar til Guðs

Hérna eru ýmsar áhugaverðar spurningar í bréfum sem börn eiga að hafa sent til guðs.

Hérna er ein sem er í upp á haldi hjá mér:

Björt framtíð í faðmi VG?

Hlustaði á Steingrím í Sjóvarpinu í gær, þar sem hann vildi fara einhverja aðra leið, bara ekki þá leið sem ríkið er að fara núna. Hver sú leið var ekki ljós, þaðan af síður hvar við myndum enda. Þetta er ákaflega óabyrgt hjá manni sem segist hafa lausnirnar á því hvernig á að leiða þetta land úr þeirri krísu sem við erum í dag.

Nokkrir VG liðar lögðu svo fram frumvarp, þar sem lagt er til að verðtryggðir vextir af lánum verði aldrei hærri en 2%. Bjarni bendir á það í grein á Deiglunni hversu barnaleg þessi hugmynd er.

Ég hef alltaf hrósað VG, fyrir að vera samkvæmir sjálfum sér. Um leið og ég heft virt skoðanir þeirra hef ég verið þeim ósammála. Hins vegar virðast vinsældirnar hafa gengið þeim til höfuðs og nú ríki meiri popúlismi en áður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband