Færsluflokkur: Bloggar

Orðið á uppleið

Það er nokkuð gaman af því að orðið er komið á topp 5 eftir nokkra daga og nokkur góð skúbb.  Andrés hélt úti annari síðu í nafni fyrirtækisins síns sem náði aldrei nokkrun viinsældum, nú er orðið komið aftur og með nokkrum ágætisskúbbum er hann kominn á toppinn.

Merkilegt. 


Merkileg málamiðlun

Er ekki málið bara að biðja um nógu hátt, þá hljómar loka talan alltaf jafn lítil... miðað við upphaflegu töluna. 

Samningatækni. 


mbl.is Launahækkun seðlabankastjóra var málamiðlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun ekki blogga næstu mínúturnar

Hef því miður ekki tíma til að blogga næstu mínúturnar þar sem ég ætla að horfa live á lögguna mæta heim til Parísa á vísi.is

Er þetta ekki komið út í rugl? 


mbl.is Lögregla sækir Hilton til að færa hana fyrir dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnurnar hafa talað

Stjörnuspekingurinn Gunnlaugur Guðmundsson spáði því áðan að Framsóknaflokkurinn myndi ganga í Samfylkinguna á útvarpi sögu. 

Það er ekki seinna vænna fyrir framsóknarmenn að fara að taka sama föggur sínar og skella sér undir sængina hjá Ingibjörgu. 


Staksteinar taka á Guðna

Staksteinar fjölluðu í dag um DV og Guðna Ágústsson.  Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að segja hérna á blogginu hjá mér.  Dv hafði ekkert með þetta að gera, og nákvæmlega eins og Staksteinar segja þá hefði þetta getað eflt Framsóknarmenn á lokametrunum.  En þetta gerðist ekki miðað við Guðna.

Hitt sem fram kemur líka í þessar grein er einnig nokkuð merkilegt:

Guðni Ágústsson vildi tengja þessa útgáfu DV neikvæðum auglýsingum, sem beint var gegn Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, daginn fyrir kosningarnar.

Neikvæð auglýsingastarfsemi er þekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum og þar hafa menn stundað hana með misjöfnum árangri. Reynslan hér á Íslandi er sú, að þeir, sem stunda neikvæða áróðursstarfsemi, m.a. með auglýsingum og blöð, sem aldrei sjá nokkuð jákvætt í umhverfi okkar, finna lítinn sem engan hljómgrunn meðal almennings.

Björn Bjarnason hefur bent á þetta og þau áhrif sem þessi auglýsing hafði á hans kosningu. Mogginn tekur greinilega ekki undir þá skoðun.

Hverjir eru þessir dauðu doktorar?

Af vef Ármanss Jakobssonar:

Skrítið hvað margir sem skrifuðu hvað mest um stjórnmál á Moggann fyrir nokkrum vikum eru skyndilega hættir netskrifum. Sá sem vissi ekki betur gæti haldið að þetta hafi þá alltsaman verið bara áróður.

Hverjir eru þetta? Það hafa fjölmargir hætt undandarið og líklega hefur meira að gera að það er komið sumar og menn hafa áhuga á að gera eitthvað annað en að hanga fyrir framan tölvuna og blogga. Ég veit ekki hvaða svaka pólitísku bloggarar þetta eru eða hvaða áróður þeir hafa verið að boða.

Í stað þeirra sem hafa hætt hafa auðvitað komið fjölmargir nýir.

Hitt er svo annað mál að það er eðlilegt að margir áhugamenn um pólitík hafi tekið sér amk. tímabundið hlé. Það er ekki lengur þetta kapp eins og var fyrir nokkru þegar skotin gengu á milli manna í kringum kosnignar og rétt eftir þær.

Sjálfur var ég slappur að blogga eftir kosningar, botninn datt aðeins úr þessu. Sú bloggstífla varði hins vegar ekki í marga daga og nú bloggar maður sem aldrei fyrr.

Stórmerkilegt!

Ekki veit ég hvað er fréttnæmt í þessu, þetta hefur bæði verið í hádegisfréttum og svo á vísi.is.  Þetta hefur sjálfsagt verið þaulskipulagt plott geng alþjóðavæðingunni.   

Vísir, 08. júní. 2007 11:01

Ekkert Coca-Cola, bara Afri-Cola

Þó að Coca-Cola sé auglýst sem „hið eina sanna" er það hvergi að finna á G8 fundinum í Heiligendam í Þýskalandi sem nú stendur yfir. Blaðamönnum sem sækja fundinn hefur hins vegar verið boðið upp á þýskan kóladrykk sem kallast Afri-Cola og er tappað á flöskur í nágrenni fundarstaðarins.

Skipuleggjendur segja að engar and-amerískar áherslur liggi að baki því að ekki sé boðið upp á „alvöru" kók á fundinum heldur hafi þeir aðeins viljað gera innlendum vörum hátt undir höfði.

Framleiðsla á Afri-Cola hófst í Þýskalandi árið 1931og hefur ávallt notið nokurra vinsælda þó salan hafi aldrei náð viðlíka hæðum og Coca-Cola. 12 milljón flöskur af Afri-Cola seljast í Þýskalandi ár hvert, á meðan Coca-Cola selur 3,4 milljarða flaskna.

 


Skemmtilegur fundur í gær

Kynningarfundurinn hjá JCI var alveg frábær, eftir kynningarfundinn var farið í platínuregluna.  Þar var fólk greint á mjög skemmtilegan máta, og svo eiginleikum þess líst.  Ég vissi einnig hvað Platínureglan stendur fyrir.  

Útsjónarsemi heimska glæpamannsins

Það verður að dáðst að svona útsjónarsemi, um leið og hlæja af heimskunniað geima þá ekki á sitthvorum staðnum. Þjófurinn lærir kannski af þessu og tekur upp samvinnu við frænda sinn á Egilsstöðum, það ætti að minnka líkurnar á að þetta gerist.

Þetta eru nokkrir fjármunir sem sparast í formi opinberra gjalda og  trygginga.  

Ætli þetta sé húsráð sem hafi gengið á milli manna?  Það er augljóslega mjög erfitt að koma upp um þetta ef bílarnir eru aldrei á sama stað.  Það væri týpískt að mótorhjólamenn væru með svona, hjólin nánast alltaf geymd inn í skúr eða geymslu, mjög dýrt að tryggja og eru á götunum í stuttan tíma í einu.

Aftur þá verða félagariner sem taka sig saman um þetta að sleppa að hittast. Svo verður einn að fá skoðunarmiða fyrir hinn og senda honum. 

Það er ekkert fullkomið auðvitða.  


mbl.is Með tvo eins bíla á sama skráningarnúmerinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki virkur bloggari?

Egill upplýsti í morgun að hann ætlaði ekki að vera virkur bloggari, hann er samt búinn að blogga 5 sinnum í dag, með tilrauna bloggum sínum, þar af 3 massíf blogg.   Hann byrjar því vel, svona amk. þangað til hann yfirgefur landið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband