Merkileg mynd

487081.jpg Mér finnst þetta nokkuð merkileg mynd. Þarna virðist starfsmaður bankans vera að koma í veg fyrir að ljósmyndari ljósmyndi mótmælendur sem eru búnir að koma sér fyrir inn í bankanum og byrjaðir að spila fótbolta. Er það helsta forgangsatriði þegar tugir mótmælendur eru mættir inn í bankann og farnir að eyðileggja að koma í veg fyrir að myndir séu teknar? Er það ekki annars hugmynd frá Landsbankanum sjálfum að það sé gott að spila fótbolta þarna inni? Ekki að það sé réttlætanlegt að ráðast inn í banka í þeim tilngangi.
mbl.is Spiluðu knattspyrnu í bankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun eða ekki?

Undanfarið hefur verið mikil umræða hér á blog.is, þar sem einhverjir telja að það hafi verið ritskoðun að morgunblaðið ákvað að rjúfa tengingu við eina frétt eftir að hún hafði verið birt og einhverjir fengu að blogga við hana.

Í fyrsta lagi er þetta alveg örugglega ritskoðun, misskilningurinn er bara að það er ekki verið að ritskoða bloggarana, heldur miðilinn mbl.is. Það er einmitt hlutverk Moggans að ritstýra þeim miðli. Það hefur enginn reynt að stöðva bloggarana á eigin bloggi að segja sína skoðun. Þeir fá bara ekki að hengja slóð inn á fréttina.

Að sumu leiti virka þessar tengingar við fréttir eins og athugasemdir á bloggum, ég get farið inn á vefi bloggara og gefið þeim "ókeypis efni" eins og það er kallað með því að setja inn athugasemd.

Það er því ótrúlegt að lesa einn bloggara þar sem hún dásamar eigin ritskoðun og lýsir því hvernig hún hefur ritskoðað eigin blogg og ákveðið að birta sumar athugasemdir og aðrar ekki, hvernig hún hefur ákveðið að loka á suma sem hafa skrifað athugasemdir sem hafa ekki verið að hennar skapi. Næsta sem hún gerir er að fordæma Moggann fyrir að gera það nákvæmlega sama.

Það er reglulegur viðburður þegar blog.is lokar á fréttatenginu að hópur manna hótar að fara. Flestir þessara sem hafa látið sem hæst fara þó ekki. Af hverju skildi það vera?

Þrátt fyrir að blog.is sé fínt kerfi, þá er það hvorki eina ókeypis blogkerfið sem er í boði.  Wordpress er t.d. með meira að möguleikum, í boði eru mun fleiri tilbúin útlit og kerfið (og hlutir tengdir því) eru í stöðugri þróun af mun meiri krafti en mogginn gæti nokkurn tíma keppt við (Hundruð sjálfboðaliða).

Ég held að ástæðan sé einmitt títtnefnd tenging við fréttir. Það er nefnilega frekar einmanalegt að skrifa blogg sem enginn les. Ein helsta ástæðan fyrir því að blog.is hefur náð vinsældum en ekki vísisbloggið (sem er nb. wordpress kerfi), er einmitt að þeir bjóða ekki upp á þessa tengingu.  Vísisbloggið getur boðið upp á allt annað sem blog.is býður upp á.


Akranes, Húsavík og Keflavík í Amazing Race

Var að horaf á annan þáttinn í nýrri seríu af nýju seríunni af Amazing Race, keppenur voru staddir í Brasilíu. Keppendur voru sýndir leita í gámagarði að gámum sem voru að fara frá Brasilíu. Á þeim 2 skjáfyllum sem sáust, kom í ljós að gámar voru á leiðinni til Íslands í 3 tifellum, það er gámar voru að koma til Akranes, húsavíkur og Keflavíkur.

Mjög skemmtilegt.


Er Jón Gerald farinn að greiða mótmælendum?

Jón leit út fyrir að vera svona 20-30 árum eldri en flestir mótmælendur sem þarna voru.

Það sem þó vakti ahygli mína voru þessi skilti sem mótmælendur voru mættir með. Hingað til hafa menn látið sér duga heimagerð skilti, en þessi skilti voru greinilega gerð af fagmönnum.

Er Jón Gerald farinn að taka þátt í kostnaði mótmælenda?


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágvöruverslun Jóns Geralds

Baugsmalid

Jón upplýsti rétt í þessu að hann ætlaði að stofna lágvöruverðsverslun á Íslandi á næstunni. Hann endurtók nokkrum sinnum að það færi eftir því hvernig Íslendingar tækju á móti honum.

Ég get upplýst Jón að Íslendingar munu taka vel á móti honum, ef hann býður góðar vörur á góðu verði.

Ég velti svo sem fyrir mér hvað Jón hafi átt við með þessum orðum. Þegar Krónan fór af stað byrjuðu þeir að bjóða vörur ódýrari en Bónus, en fljótlega komst á jafnvægi í samkeppninni, fyrirtækin lærðu á hvort annað.

Er nokkur ástæða til þess að ætla annað ef Jón er með þessi góðu verð sem hann hefur alltaf sagt að hann sé með, en að honum eigi eftir að vegna vel?


Snilld!


Leiðir úr kreppunni :)

Kreppu brandari

Það eru bara tvær leiðir fyrir Íslendinga úr kreppunni!

Icelandair og Iceland Express

====

Kannski ekki sú leið sem maður vill fara en fyndinn punktur. 


Fleiri treysta mbl.is en Morgunblaðinu

Það er nokkuð merkilegt að í könnuninni á því hvort menn treystu miðlum vel eða illa kemur mbl.is betur úr þeirri könnun en mogginn. Það hlýtur að vera nokkuð sértakt að vefmiðlill skuli skora hærra en blaðið. Fréttir í blaðiðið eru unnar til fulls á meðan fréttir á mbl.is koma hratt en eru oft ekki fullunnar.

Frábært framtak

Þetta er frábært framtak hjá Hvöt, félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sem stendur fyrir ókeypis ráðgjafarstofu.

Þarna er félagið búið að safna saman fagaðilum og sérfræðingum úr sínum röðum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að leiðbeina fólki vegna ástandsins.

Margir aðrir mættu taka þetta til sín og velta því fyrir sér hvernig er hægt að hjálpa til. Það er ekki nóg að standa upp á torgum og mótmæla, það hjálpar fáum. Víða er að finna mikla þekkingu sem án mikils tilkostnaðar er hægt að virkja til að hjálpa fólki.


mbl.is Ókeypis ráðgjöf vegna efnahagsástandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir úr mínum gamla skóla

Vísir segir frá því að stjórnarflokkarnir haldi velli í MR.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband