Áhugaverðir staksteinar

Staksteinar skrifuðu áhugaverða færslu um blogg og stjórnmál:

En nú eru nýir tímar og ný löggjöf sníður flokkunum þrengri stakk. Sumir hafa spáð því að í komandi kosningabaráttu muni það þýða að minna verði eytt í auglýsingar, en baráttan færist út á bloggið. Það væri ágæt þróun. Bloggið er málefnavettvangur, þar sem fólk kemur yfirleitt til dyra eins og það er klætt.

Ég held að þetta sé fullmikið vægi varðandi bloggið. Sumir flokkar eru reyndar farnir að nýta sér bloggið mjög mikið, dæmi er um að starfsmenn og frambjóðendur eru mikið að skrifa. Oft virðist þetta vera skipulagt.

Hins vegar eru lesendur bloggsins of þröngur hópur til þess að þetta hafi raunveruleg áhrif. Blogg með 5-800 lesenendum á dag (oftast sömu dag eftir dag).

Enn þá er það svo að það eru fyrst og fremst yngra fólk sem les blogg, hlutfallslega eru mjög fáir eldri kjósendur að lesa blogg. Jafnvel þótt viðkomandi séu að lesa síður eins og mbl.is.

Það er því spurning hvort það sé réttlætanlegt fyrir flokkana að ráða sér verkefnisstjóra, sem virðast hafa það hlutverk eitt að blogga.

Skaðar VG mest

Ég held að þetta framboð komi of seint fram, meðbyrin hefur lægt. Ég held að þetta mun skaða VG meira en Sjálfstæðisflokkinn, þótt þetta eigi að heita Hægri-Grænt.

Ég er ekki viss um að þetta framboð verði mjög hægrisinnað, þetta er einfaldlega spurning um að finna syllu sem þau telja að ekki sé nægjanlega vel uppfyllt, svona svipað og vinstri grænir gerðu þegar þau fóru upphaflega af stað með sýn áherslumál.

Nú eiga þau eftir að koma fram með önnur málefni sem framboðið mun hafa á stefnuskránni, eigum við t.d. von á því að gamla mál Margrétar um kvótan verði á dagskrá? Hvað með önnur mál? Verða mörg hefðbundu hægri mál á dagskrá?

Það veðrur mjög fróðlegt að sjá

Ég held að það sé enginn sérstakur kostur fyrir þetta framboð að hafa Jakob Frímann, hann hefur ítrekað reynt að ná framgangi í prófkjörum Samfylkingarinnar en án árángurs.


mbl.is Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óspennandi

Er ekki eitthvað óspennandi við það vera í leikfimi með nöktu fólki. Afhverju, ahfverju, afhverju ætti maður að vilja mæta nakinn í æfingar?
mbl.is Berrassaðir í líkamsrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gott nafn

Ég veit ekki hvort ég efitir að venjast þessu nafni, en svona við fyrstu sýn líst finnst mér það ekki mjög gott.

Reyndar er það betra en Spairsjóður SPVH eða eitthvað álíka.
mbl.is Hlaut nafnið BYR – sparisjóður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátur í X-faktor

Það var ótrúlegt að sjá í fréttunum hvernig dómararnir voru hágrátandi eftir þáttinn í gær. Ótrúlegt hvað menn eru orðnir involveraðir í þessa keppni.

Bjartsýnsinsverðlaunin

Mér finnst nokkuð fyndið að Framsókn hafi gefið sjálfum sér bjartsýnisverðlaun.

Þetta er auðvitað ekki fráleit verðlaun, en það er að sjálfsögðu rétt að verðlauna þá fyrir bjartsýni, þeir búast nefnilega við góðri kosningu í vor.

Þeir fá því líka Bjartsýnisverðlaun Heita pottsins II.

Enn af framboðsmálum!

Það segir nú nokkuð um hvernig framboðsmálin ganga hjá Margréti að hún skuli blogga Enn af framboðsmálum.

Það er fyrir löngu ljóst að sá meðvindur sem hún hafði eftir að hafa farið úr Frjálslyndaflokknum er farinn. Til þess að hún nái flugi aftur þarf þetta framboð að vera virkielga bitastætt.

Miðað við hvað þessi fæðing er að taka langan tíma, eru þetta annað hvort veruleg mistök eða við fáum að sjá eitthvað stórkostleg.

Það verður fróðlegt að sjá, nú þegar um 70 dagar eru til kosninga.

Ekki nægar heimsóknir á vísi.is

Denni bendir mönnum á að heimsækja bloggið sitt á Vísi.

Maður veltir fyrir sér hvort sumir séu ekki ánægðir með heimsóknirnar sínar á nýjum stað.

Ég hef auðvitað fjallað nokkrum sinnum um vísisbloggið hérna á blogginu mínu.

Eru vítamínin að drepa þig?

Áhugaverð grein um áhrif vítamína, hvort þau séu jákvæð, neikvæð eða hafi engin áhrif. http://www.news.com.au/dailytelegraph/story/0,22049,21302215-5006007,00.html

Hvað er JCI eða Junior Chamber International

Villi spurði hérna á síðunni hvað JCI er. JCI stendur fyrir Junior Chamber international.

Junior Chamber er alþjóðleg hreyfing fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 40 ára með áhuga og metnað til að efla stjórnunarhæfileika sína með virkri þátttöku í málefnum þjóðfélagsins á jákvæðan hátt.

Á Íslandi er móðfélag, JCI Ísland en svo eru aðildarfélög sem standa að JCI Íslandi. Ég er forseti félags sem heitir JCI Esja, við erum með skilgreint starfsvæði í austurborginni. Það er þó ekki skilyrði, til að starfa með félaginu.

Margir kannast við ræðuhluta JCI en það er þó bara einn lítil hluti af starfinu. Starfinu er skipt á 4 svið, alþjóðlegt svið, svið einstaklingsins (meðal annars ræðumennska), svið samfélagsins (t.d. verkefni þín skoðun, þú skiptir máli og menningarnótt), og að lokum svið alþjóða.

Ég hef tekið þátt í félagstörfum í mörg ár en þetta hefur verið öðruvísi en allt starf, ekki síst vegna tækifæranna sem gefast innan félagsskapsins, bæði þau sjónarmið að gefa mönnum tækifæri til að leiða (enginn má vera í embætti lengur en 1 ár) og svo þau námskeið sem JCI býður upp á.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband