Islandsflokkurinn.is

Steingrímur Sævarr benti á það áðan að flokkur Margrétar og Ómars muni heita Íslandsflokkurinn. Ég myndi ekki veðja á móti Steingrími um þetta, en Sigurlín Margrét skráði lénið Íslandsflokkurinn.is í dag.

Miðað við þá staðreynd að Sigurlín hefur verið dyggur stuðningsmaður Margrétar og sagði sig úr flokknum um leið og Margrét má telja mjög líklegt að þetta verði það nafn sem þau hafa ákveðið.

Nafnið er amk. í þeim anda þeirar áherslu sem þau hafa kynnt.

Má Helga ekki vera í Vöku?

Denni birtir færslu með aðsendu bréfi. Þar er verið að fussast fyrir því hvað bróðir, pabbi, og frænka gera. Meira að segja er gengið svo langt að velta því upp hvað móðir hennar gerði hér áður fyrr.

Maður veltir því fyrir sér hvort Helga hafi bara mátt taka upp prjónamennsku af því það séu aðrir í fjölskyldunni hennar sem hafa áhgua á pólitík?

Ótrúleg ósvífni Sigurjóns

Upphaflega þótti mér ekki mikið til Sigurjóns Þórðasonar koma, en síðan hefur hann unnið sér inn heilmikið álit hjá mér, fyrst og fremst fyrir að vera hörkuduglegur þingmaður.

Í dag bregður svo við að Sigurjón birtir tölvupósta, sem eru samskipti á milli framkæmdarstjóra þingflokks Frjálslyndra og starfsmanns Samtaka Iðnaðrins.

Hvert er svo málið sem er svo mikilvægt að þingmaðurinn þurfi að birta á heimasíðu sinni trúnaðarsamskipti milli tveggja óskildra aðila. Málið er að frjálslyndir fá ekki að sýna myndband á iðnþingi!

Er ekki öllum bara nokkuð sama?

Hitt er svo mun alvarlegra og greinilegt að Sigurjón er að senda út þau skilaboð að honum sé ekki treystandi. Afhverju ætti ég að taka flokk trúarlegan eða eiga samskipti við flokk sem hugsanlega birtir öll samskipti mín við þá á netinu? Mætti ég búast við því að þeir taki upp samtöl við mig og birta opinberlega?
mbl.is SI segir iðnþing ekki málfund stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknisýning á blog.is

Sýningin Tækni og vit sem fer fram núna þessa dagana er búin að koma sér upp eigin bloggi á blog.is. Þetta er í raun bara fréttahluti síðunnar þeirra, en ekki raunverulegt blogg.

Þeir gera þetta augljóslega í von um að ná til fleiri lesenda. Það virðist vera að virka alla vegna hafa tæplega 1500 manns skoðað síðuna hjá þeim. Væntanlega mun fleiri en ef þeir hefðu haft þetta inn á eigi síðu.

763.800 krónur á haus

Miðað við þessar tölur á Björgólfur Thor Björgólfsson 763800 fyrir hvern Íslending. Samanlagt eiga þeir feðgar meira en milljón á hvern Íslending.

Þetta eru hreint ótrúlegar tölur, það er spurning hvort skattmann geti ekki gert eitthvað í þessu og reynt að dreifa þessu til okkar hinna ;)
mbl.is Björgólfur Thor hækkar um 101 sæti á lista yfir ríkustu menn heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er heimsóknum að fækka á moggablogginu?

Ég var að skoða listann yfir vinsælustu blogginn á blogg.is og ég get ekki séð betur en að heimsóknartölur séu að breytast. Það séu færri núna en voru fyrir nokkrum vikum. T.d. er Sigmar með 17 þúsund heimsóknir en hann var með um 30 þúsund fyrir nokkrum vikum, einnig duga núna rúmlega 1500 heimsóknir á viku til að vera á topp 50 en var fyrir nokkrum vikum um 3 þúsund.

Ég skrifaði hér í seinustu viku um Denna og hans nýja blogg. Ég velti fyrir mér hvort hann hafi verið að draga vagninn?

Lítil velta

Það er ekki hægt að segja annað en að það komi á óvart að Innn skuli ekki velta meira en 132 milljónir í veltu á ári. Þrátt fyrir þessa lágu veltu er tekið fram að veltan hafi aukist um 40% á hverju ári undanfarin ár.

Ég er ekki hissa að það hafi ekki verið meiri hagnaður af þessu ef veltan er ekki meiri.

Ég hefði haldið að svona fyrirtæki væri að velta mun meira, miðað við kostnaðinn sem kostar að smíða vef, kaupa kerfið og svo þjónustua og hýsingarsamningar í framhaldi.
mbl.is 365 kaupir Innn og hækkar hlutafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flytjum ríkið til baka!

Nú þegar borgin á þetta húsnæði ætti auðvitað að flytja ríkið aftur í þennan kjarna. Það var alveg út í hött að flytja ríkið eins og gert var á sínum tíma, bara í einhverjum vinagreiða.

Hvaða önnur ástæða getur verið fyrir því að flytja ríkið úr verslunarkjarnanum, 1 km í burtu í blómabúð?
mbl.is Kaupir Háspennu út úr Mjóddinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin vandamál

Hér á landi hefur útlendingum fjölgað gríðarlega undanfarin ár en hins vegar er ekki að sjá nein sérstök vandamál líkt og í nágrannalöndunum. Margt af þessu fólki er einfaldlega hingað komið vegna lítils atvinnuleysis, og ætlar sér annað hvort að stoppa stutt við eða hefur fest hér rætur.

Það er því ekki hægt að skilja að það sé einhver sérstakur ótti við þetta fólk eða áhyggjur. Hafa þau tekið vinnuna frá einhverjum?

Einu rökin sem heyrst hafa að þetta fólki muni einhvern tíman í framtíðinni taka vinnu frá okkur.

Hins vegar eru margir af þessum útlendingum, einfaldlega farandverkamenn og munu hverfa af landibrott þegar atvinnuleysi eykst. Það eru því litlar ástæður til þess að óttast það.
mbl.is Hlutfall útlendinga af íbúum hér orðið 6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara Valencia

Horði á fréttir í gær þar sem sýnt var frá slagsmálum Inter Milan og Valencia. Ótrúlegar tilfinningar í þessu. Þarna voru þó á ferðinni atvinnumenn, reyndar með mikið lagt undir.

Svona er auðvitað mjög óíþróttamannleg hegðun, sem beturfer gerist þetta ekki mjög oft.

Hérna eru fréttir af málinu hjá Valenica og Inter Milan.


mbl.is Sætti sig ekki við tapið og braut rúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband