Flottar auglýsingar hjá Landsbankanum

Mér finnast þær vera ansi flottar auglýsingarnar sem Landsbankinn er að keyra þessa dagana með minnismiðana. Það er stíll yfir þeim, og svo er nokkuð smellinn húmor. Ekkert of flókið.

Enn sígur á ógæfuhliðina hjá Samfylkingunni

Það virðist ekkert ganga upp hjá Samfylkingunni þessa dagana, nú kemur enn ný könnun þar sem fylgi þeirra dalar. Bjórfylgisbrandari Ingibjargar um Framsókn, fer að verða fyndinn aftur, bara í þetta skipti ekki um Framsókn heldur samfylkinguna.
mbl.is Samfylkingin með 19,2% fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá þetta í dag

Ég horfði upp á bílinn fjarlægðan í dag.  Ég skildi ekki fyrir mitt litla líf hvaðan þessi bíll koma, þegar dráttarbíllinn virtist draga hann úr göngugötunni og úr einhverri hæði eins og sést á myndinni sem fylgir með.

Nú er sem sagt skýringin komin. 


mbl.is Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuheiti en samt búið að skrá lén

Það er nokkuð skemmtilegt að kalla þetta vinnuheiti en vera samt búin að skrá nýtt lén fyrir flokkinn.  Ætli flokkurinn sé búinn að skrá fleiri svona "vinnuheiti"?
mbl.is Íslandsflokkurinn vinnuheiti á áformuðu þingframboði Margrétar Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um heimsóknir

Í gær skrifaði ég um heimsóknartölur á blog.is, Björn Ingi bendir á þessa færslu hjá mér. Hann spyr meðal annars:

Hefur heildaraðsókn að Moggablogginu dalað, eða hafa þeir tekið upp nýjar aðferðir við talninguna sem leiða til færri heimsókna?

Þetta er sama spurning og ég sá annarstaðar þar sem rætt var um blog.is, að þeir hefðu breytt teljaranum sínum. Nú er ég með annan teljara á síðuni Sitemeter, vegna þess að teljari blog.is sýnir eingöngu hversu margir hafa komið en ekki hvaðan. Það eru þó mjög verðmætar upplýsingar þegar maður vill getað svarað fyrir það sem er skrifað um einhverjar færslur. Þá er þetta oft eina leiðin til að sjá hverjir eru að linka á bloggið manns.

Samanburður á báðum teljurum sýnir að talning á blog.is hefur ekki breyst. Það er sami fjöldi heimsókna á báðum teljurum, og það var sami fjöldi áður.

Niðurstaðan er sem fyrr að heimsóknum á blog.is hefur fækkað.

Leyndardómur lífsins leystur

Gaman af því þegar menn leysa stóru málin.

Fyrir fleiri stórar lífsgátur mæli ég með Why Don't Penguins' Feet Freeze?.

Kynjakvótar í Gettu betur

Margrét Sverrisdóttir sem er nú komin í atkvæðaleit.

Þar gælir hún við að setja kynjakvóta á Gettu Betur. Þarna er fólk komið út á mjög hálan ís. Yfirleitt eru undankeppnir, var amk. allan tíman meðan ég var í MR. Einföld keppni, auglýst um allan skólann og hver sem er gat spreytt sig



Svo var Margrét með einhverja vitleysu um sérþjálfun stráka í grunnskólum. Hvar fer þessi þjálfun fram? Er þetta nokkuð spurningakeppni grunnskóla, þar sem gilda oftast svipaðir hlutir, það er keppendur eru valdir á grundvelli undankeppni.

Hitt var svo annað mál, að þrátt fyrir töluverða þáttöku voru stelpur frekar fáar. Áhuginn virðist einfaldlega minni. Og hvað með það?

Hvað á þá að gera? Taka upp kynjakvóta? Þvinga fleiri stelpur til að taka þátt eða neyða liðin til að vera með verri lið, vegna þess að stúlkur hafa minni áhuga á þessu?

Tækifærin geta ekki verið jafnari, en einmitt með þessu fyrirkomulagi.

Rímorðavélin

Brjálaði Anarkistinn svaraði mér áðan og sagði að hi netföng væri aðgengileg á netinu (fyrir nemdendur) og einnig á kaupanlegum listum. Í fréttinni var sagt að hann hafi sent á kvenkynsnemendur, þannig að væntanlega hefur hann haft nafn og netfang, og sent bara á þær sem voru "dóttir".

Elísa segir:
Hingað til hafa netföng allra nemenda alltaf verið aðgengileg öllum nemendum, þó reyndar hafi staðið til að breyta því á næstunni.

Þetta er væntanlega á lokuðu svæði eða hvað?

Annars kemur ekki fram á hvaða tíma þetta var, en þegar ég byrjaði í háskólanum var einfaldur listi með öllum heimasíðum á háskólasvæðinu, þar sem slóðin fyrir aftan tilduna var notendanafnið. Það hefði verið nokkuð einfalt að finna út netföngin út frá því.

Ég held samt að menn verði að fara varlega í að loka á aðgengi að netföngum, þetta hefur verið ágætt þannig að þú hefur þurft að leita, þannig hefur ekki verið of mikil hætta á söfnunum á netföngum.

Ástæðan fyrir þessari færslur var samt ekki að ræða um netföng Hí, heldur að minnast á rímorðavél Elíasar, snilldar tól og betur hefði ég haft þetta um daginn þegar ég var að reyna að koma saman vísu í tilefni af giftingu. Vísan fór aldrei saman, en aðrar lausnir fundust.

Hér er svo Rímorðavélin.

Góðir punktar strigakjaftsins

Mér finnst Ingvi Hrafn nokkuð hress, og nefnir varla inn (Íslands Nýjasta nýtt), sem er nokkuð verra nafn en NFS (Nýja frétta stöðin). Ég hef sannast sagna ekki séð þessa stöð og veit ekki hvernig ég á að sjá hana. Það hefur alveg farið fram hjá manni, þótt þetta hafi verið kynnt nokkuð.

Man einhver eftir því þegar Steingrímur Hermansson setti upp netuppboðssíðu? Hann var nú líklega töluvert á undan sinni samtíð. Ég gerðist svo frægur og verslaði á síðunni. Hún dó nú samt eftir nokkrar vikur eða mánuði. Strigakjafturinn var nokkuð hress og hérna er tvennt sem hann sagði:

"Ég kalla hann skylduræknasta framsóknarmann í heimi. ... Þetta er væntsti maður sem á bara eitt takmark í lífinu og það er að gegna sínu formannsstarfi með sóma og bíða ekki afhroð í kosningum."

"Ég ber virðingu fyrir Davíð og Jóni Baldvini en ég ber ekki virðingu fyrir því hvernig þeir haga sér sem fyrrverandi stjórnmálamenn. Gamlir hershöfðingjar eiga að draga sig rólega í hlé".

Er nemendaskráin illa varin?

Nú veit ég ekki um tölvukunnáttu þessa gaurs, en virðist augljóslega vera nokkur hins vegar vekur athygli að hann hafi getað brotist svo auðveldlega inn í nemendaskrá Háskóla Íslands og farið að senda pósta á kvennkynsnemendur.

Hugmyndin er engu að síður fín, ekki það að ég myndi vilja opna heimili mitt fyrir bara einhverjum. Sumir lifa fyrir spennuna.
mbl.is Fékk hugmynd að beddaleit á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband