Tæknileg iðrun Múrsmanna

Bæði Katrín Jakobsdóttir, sem og ritstjórn Múrsins hafa beðist afsökunar eða reynt að útskýra þetta grín sem kom fram í áramótaannál Múrsins:

Bók ársins: Minnislausa stelpan frá Stokkseyri. Margrét Frímannsdóttir heimfærir endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig.

Útskýringarnar eru frekar þunnur þrettándi og gjörsamlega misheppnaðar að mínu mati. Að segja að þetta sé tilvísun í einhvern dóm Jóns Baldvins um bókina, nú svo löngu eftir þetta er bara alltof seint. Brandarinn er greinilega langsóttur og fáir hafa fattað hann. Það hefur heldur ekkert verið gert fyrr en núna að útskýra þetta.

Það að láta í veðri vaka að þessi gagnrýni sé tilkomin vegna öfundar út af lélegu fylgi, er bara fyndið. Menn hafa fullan rétt að gangrýna svona hvort sem flokkurinn er með mikið eða lítið fylgi. Einnig að saka viðkomandi um að fela sannleikan, eftir misheppnaðan brandara þeira er ótrúlegt. Brandarinn hefði nú átt að vera það skýr að fólk þurfi ekki leiðbeininga bók með til að fatta brandarann.

Bók Margrétar er enn ein bókin sem ég á eftir að lesa, en í bókinni kemur meðal annars fram gagnrýni á Steingrím J, formann vinstri grænna og Guðföður þeirra Múrsmanna. Er því nema von að menn hrökkvi við með svona brandara?

Í raun er ekki verið að biðjast afsökunar í þessu heldur bara verið að reyna að útskýra brandarann. Í mínum huga er þetta tæknileg iðrun á ferðinni, bæði léleg og alltof seint til komin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband