Frambjóðandi framsóknar í sambandi við borgarfulltrúa annars flokks?

Óskar Bergson segir að framboðið hafi komið á óvart. Kannski gerði það en Óskar er ekki beint maður nýrra tíma hjá Framsókn. Hvort sem ádeilur á Óskar hafa verið sanngjarnar eða ekki, þá ber hann spillingartimpilinn.

Framboð Einars kemur kannski á óvart út af einu. Það er örugglega einsdæmi að maki eins borgarfulltrúa bjóði sig fram í oddvitasæti í öðru framboði. DV er ekki og hefur ekki verið áreiðanlegasti miðillinn en samkvæmt DV eru Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Einar par.

Það getur ekki verið til þess fallið að hjálpa Einari í framboðinu eða hvað?


mbl.is „Framboðið kom á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Samspillingar  kosningaspuni - sem stýrir kærastanum beint í andhverfuna - til Dags B.Eggertssonar

Samspillingunni er það lagið að gera sjálfsmark með kosningaspunanum.

Mbk.

Benedikta E, 16.11.2009 kl. 00:26

2 identicon

Tómas. Þessi mynd er alveg á mörkunum.

Finnst þér ekki?

Andrés (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Tómas.

Er ekki gott að elska og sérstaklega ef þau elska hvort annað. Hinsvegar er gott hjá Einari að bjóða sig fram og það í 1 sæti. Ef hann myndi sigra Óskar Bergsson þá er aldrei að vita hvað getur gerst þá er átt við þegar tvö mætast þá getur orðið stór Framsóknarflokkur með þau bæði innanborðs sem myndi auðvelda næsta leik.

Góð mynd Tómast sem sannar hvað ástin er mikilvægur þáttur í lífinu.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 16.11.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband