Ekki trúverðugar tölur

Það vekur athygli að Gunnar Helgi Kristinsson skuli nota orðavalið "ekki trúverðugar", þegar kemur kynja hlutfalli innan Sjálfstæðisflokksins. Réttara væri að kalla þessa umfjöllun hans ótrúverðuga. Hvað veldur því að þessi fræðimaður ákveður að nota þessi orð. Heldur hann að menn séu að búa til tölur, og hvað þá með aðrar tölur eru þetta þá ekki allt upplogið? Hverju ætti það að breyta fyrir flokkinn?

Annað atriði sem bendir til þess að Gunnar sé ekki alveg með puttana á púlsinum er að þegar hann er að bera saman fjölda í flokkunum, ber hann saman könnun frá árinu 2003. Bendir hann á að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin séu með mun fleiri skráða en gáfu sig upp árið 2003. Hvar hefur Gunnar eiginlega verið? Hefur hann ekki tekið eftir stórum prófkjörum hjá þessum flokkum? Síðan hann gerði þessar rannsóknir hafa verið bæði prófkjör til Borgarstjórnar sem og alþingis. Bæði höfðu í för með sér verulega fjölgun í flokkunum. Auk þess hafa verið væringjar í ungliðahreyfingum flokkanna með þeim fjölgunum sem því fylgir. Tölur frá 2003, eru því löngu úreltar tölur og þetta ætti Gunnar sem fræðimaður, sem vill láta taka sig alvarlega, að vita.

Það einnig áhugaverð hvernig hann telur að fjöldinn í flokkunum "gefi vísbendingar hvernig flokkarnir starfi". Gunnar veit full vel að þetta eru ekki vísbendingar, heldur er þetta eins og flokkarnir starfa. Allir. Er það óeðlilegt að menn "hafi fyrir því" að segja sig úr félögum sem þeir hafi skráð sig í? Sögusagnir um að það sé erfitt að segja sig úr flokk eru sögusagnir sem áttu hugsanlega við rök að styðjast áður en flokkarnir tóku upp tölvukerfi til utanumhalds. Ýmislegt bendir til þess að þessi tölvuskráning sé sýst hjá Frjálslyndum sem gátu ekki á auðveldan hátt svarað til um kynjahlutfall.
mbl.is 40% kosningabærra Íslendinga í stjórnmálaflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir þessi tala, 40%, vera stórmerkileg túlkun. Ég veit ekki betur en að í þessum tölum frá flokkunum hafi allar flokkskrár verið undir. Þar með talið skráningar ungliða sem ekki hafa náð aldri til að kjósa. Einnig er það vel þekkt staðreynd að fullt af fólki er skráð í fleiri en einn flokk. Mig grunar að talsvert færri einstaklingar standi að baki þessum 85 þúsund skráningum.

Gulli (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: TómasHa

Það er alveg rétt, það vantar þessar upplýsingar í þetta, sjálfsagt eru líka ansi margir sem eru skráðir í fleiri en flokk.  

TómasHa, 24.3.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvað skyldi ég vera skráður í marga flokka?

Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 14:51

4 Smámynd: TómasHa

Ég veit bara um einn :)

TómasHa, 24.3.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband