Viðtal í alþjóðlegu bílaleigublaði

Ég ásamt fleirum stofnuðum bílaleiguna Nice cars fyrir um ári síðan, þar sem við ákváðum að einblína á 4x4-bíla og sérstaklega breytta bíla. Svona sem "jeppaköllum" fannst okkur það vera áhugaverð hugmynd að bjóða erlendum ferðamönnum upp á að prufa að keyra slíka bíla. Það var aldrei hugmyndin að fara í samkeppni við stóru bílaleigurnar, en að vera frekar með fáa bíla og vanda til verka. Bjóða vel breytta bíla og bíla í góðu ástandi og þrátt fyrir að vera með notaða bíla, að fara ekki í þann flokk að vera druslubílaleiga. Við höfum verið mjög ánægðir með árangurinn og hann hefur verið samkvæmt okkar væntingum sem gengu út á hóflegan vöxt. Það voru mjög margar efasemda raddir í upphafi og nóg var af úrtölumönnum, enda eru orðið á annað hundrað bílaleigur á markaðnum. Það er því að verða bílaleiga í öðrum hverjum skúr á Íslandi. Það er reyndar kannski tilviljun að við fórum af stað á sama tíma og allir hinir, en við höfum í nokkuð langan tíma verið að velta þessu fyrir okkur. Hlutirnir æxluðust bara þannig að í fyrra var tækifæri og við ákváðum að grípa það. Á þessu ári höfum við lært ótrúlega mikið en eigum alveg örugglega margt ólært enn, sumarið á vonandi eftir að nýtast vel í það. Á dögunum var svo viðtal við mig í alþjóðlegu bílaleigublaði. Blaðamaðurinn hafði tekið eftir markaðssetningu okkar og fannst áhugavert að tala við okkur, enda var áherslan öðruvísi í markaðssetningunni og bílleigan er öðruvísi en flestar aðrar bílaleigur. Viðtalið birtist svo hérna í netútgáfu blaðsins og styttir útgáfa birtist svo í pappírsútgáfu blaðsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband