Bjargbrún

Þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki ákvað ég að kalla það Bjargbrún ehf.  Nafnið er tilkomið vegna þess að ég var ungur að aldri og hafði enga reynslu af rekstri.  Myndlíkinging var því af fugli sem stæði á bjargbrúninni og velti fyrir sér hvort taka ætti af skarið. Hann stæði þarna á bjargbrúnninni og velti fyrir sér hvort hann væri fleygur. Það væri þó bara ein leið fyrir hann til þess að komast að því og það væri að henda sér fram af. Þetta voru sömu spurningar og við stóðum frammi fyrir á leið í Þórsmörk árið 1992, þegar unginn velti fyrir sér hvort hann ætti að ráðast í fyrirtækja rekstur (þrátt fyrir ugan aldur).

Síðar varð þetta félag í eigu foreldra minna og er þar enn. Ég hef haft hönd í bagga öll þessi ár en í dag leigir félagið út húsnæði sem við höfum keypt frá árinu 1992 þegar félagið var stofnað (það var þó stofnað um innflutning). Við höfum lagt áherslu á lítil atvinnuhúsnæði.

Frá því það var stofnað hefur ýmislegt á daga fyrirtækja rekið, við höfum alltaf haldið í nafnið þótt í tísku væri að kalla félög ýmsum flottari nöfnum (group og útlenskum PR nöfnum). Því miður minnir nafnið í dag kannski of mikið á hrunið í dag. Við munum þó halda áfram í nafnið enda finnst mér (eins og mér fannst þá) þetta vera fallegt nafn sem minnir á íslenska nátturu. Varðandi upprunalegu spurninguna hvort fuglinn sé fleygur, þá skal það ósagt látið. Þau fyrirtæki sem ég hef stjórnað hafa þó ekki tekið þátt í ofurvexti, útrás eða hruni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband