Færsluflokkur: Íþróttir

Súrt Ostapchuk

Ég horfði svo sem ekki mikið á Ólympíuleikana en ég sá eina verðlaunaafhendingu, sem vakti athygli mína fyrir tvennt. Annars vegar var konan sem fékk gull, ótrúlega mannleg, ég neita ekki að nokkrir óvæntir og neðanbeltis brandarar fuku. Hitt var hversu mikið hún grét þegar þjóðsöngurinn var spilaður.

Þetta var sem sagt kúluvarparinn, Ostapchuk.

Ég sé núna að hún hefur misst titilinn vegna notkunar á sterum. Líklega kemur það ekki á óvart.

Þetta er hins vegar ótrúlega sorglegt.


Aukaspyrna eða ekki?

Sigurjón bendir á þetta myndband. Í athugasemdum með myndbandinu kemur fram að dómarinn hafi alls ekki verið að dæma aukaspyrnu, heldur hafi dómarinn bara verið að benda á höndina á sér. Nú er ég algjörlega áhugalaus um íþróttir en hlustaði á lýsinguna í gær á rás 2. Samúel var alveg brjálaður út af þessu og kallaði mikið hneyksli frá dómaranum. Dómarinn virðist nú alveg sjá mjög vel hvað gerist miðað við þetta myndband.


mbl.is Ívar Ingimarsson, varnarmaður Íslands, tekur á sig sökina af þremur af fimm mörkum Svía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá menntamálaráðherra

Þetta er ótrúlega gott mál hjá menntamálaráðherra, ég heyrði ósjaldan hjá frændfólki mínu sem býr út á landi hversu dýrt þetta væri fyrir fjölskyldurnar. Fólk var jafnvel að íhuga að hætta að stunda íþróttir.

Mér finnst hafa farið ótrúlega lítið fyrir þessu góða máli.
mbl.is 90 milljónir settar í ferðasjóð íþróttafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt!

Maður er bara orðlaus eftir þetta!

Þeir voru auðvitða algjörlega vonlausir í gær, ég átti ekki til orð yfir því og svo þetta. Hvílíkur leikur!

Ég held einmitt að íslenska liðið sé svona lið sem standi sig vel þegar enginn á von á því en þegar allir eiga von gerist ekki neitt.

Með svona leik gæti manni bara farið að líka við handboltann.

Mér hefur reyndar alltaf líkað betur við handabolta en fótbolta. Það gerist bara svo miklu meira í handboltanum.
mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siggi Sveins hraunar yfir landsliðið

Sá á vísir.is að gamla kempan Siggi Sveins er að hrauna yfir íslenska landsliðið. Ég fylgdist með leiknum með örðu auganu, en gat nú ekki gert það í síðari hálfleik, þetta var bara of mikið.

Ég er svona sannarlega ekki einn af þeim sem gera nokkra von um að Íslendingar munu sigra leikinn á morgun.

Þetta er bara búið.

Nú koma samtökin í blíðu og stríðu sér vel.

Er þetta ekki oftast í stríðu?

Fréttin á Vísi.is.

 

Vísir, 21. jan. 2007 20:30

Lélegasti leikur Íslands í mörg ár


Fyrrum landsliðsmaðurinn Sigurður Sveinsson segist vera í hálfgerðu losti eftir leik Íslendinga og Úkraínumanna í dag. Hann segir leik íslenska liðsins þann slakasta sem hann hafi séð í mörg ár og setur spurningamerki við hugarfar leikmanna í dag.

"Maður er bara í sjokki, það er ekkert flóknara, " sagði Sigurður þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. "Ég held að þetta sé einn af lélegri leikjum íslenska landsliðsins undanfarin fimm ár og það var bara sorglegt að sjá hvað þeir fóru niður á lágt plan og fundu engin svör við neinu. Ég held ég hafi aldrei séð liðið gera svona mörg tæknimistök og misheppnaðar sendingar og ég er ekki frá því að þau hafi verið 15 til 16 í leiknum.

Það var líka sorglegt að sjá marga af okkar bestu leikmönnum spila bara eins og krakkar og ég veit ekki hvort þeir hafa horft á leik Úkraínu og Frakklands og haldið bara að þetta yrði létt, eða hvað það nú var.
Mér fannst vanta hraða og leikgleði í íslenska liðið og ég er ekki frá því að strákarnir hafi bara ekki trúað að þeir gætu tapað þessum leik. Það var eins og þeir héldu alltaf að þetta færi að snúast við og svo gerði úkraínska liðið allt of mörg mörk fyrir utan þar sem var ekki einu sinni farið almennilega út í þá. Þetta er bara alveg ótrúlegt.

Það er ekkert óvenjulegt að einn, tveir eða þrír leikmenn eigi slæman dag, en mér fannst allt liðið meira og minna vera fjarri sínu besta í dag nema kannski einna helst Alexander Petersson," sagði Sigurður vonsvikinn, en hann á bókaða ferð út til Þýskalands á milliriðlana, en þar er nú frekar ólíklegt að íslenska liðið verði úr því sem komið er.

"Frakkarnir eru með svo breiðan hóp að það skiptir engu máli hvort þeir hvíla aðalliðið eða ekki - þetta eru allt jafn sterkir menn. Við eigum auðvitað möguleika á að vinna þá, en það þarf þá að vera himinn og haf milli spilamennskunnar milli daga ef svo á að vera. Við eigum varla annan eins leik og í dag aftur í bráð," sagði Sigurður Sveinsson.

 


mbl.is Ólafur Stefánsson: „Ég brást liðinu mínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsleikurinn

Ég fór í fyrsta skipti í meira en áratug á handboltaleik áðan.  Ástæðan var hið sniðuga boð KSÍ með hjálp miði.is.  Ég verð að segja að þetta var bara nokkuð áhugavert, og mun meira að gerast en í blessuðum fótboltanum, sem ég fór á í sumar.

Ég þekkti auðvitað nánast ekki einn einasta kappa úr landsliðinu, og ýmislegt kom mér á óvart.

Mér fannst þeir ekki nógu kappsamir, það vantaði neistann þangað til undir lokin þegar eitthvað gerðist.  Ég held að það vanti einhvern óútreiknanlegan í liðið, annars fannst mér þetta oft voðalega vélrænt og fyrir séð.  Helst var það þessi Róbert, sem sýndist vera svona “loose Canoon”.  Þeir voru auðvitað að reyna fullt af nýjum strákum, það var gaman að sjá hvað það eru margir ungir eru að koma upp.  Reyndar gerðu þeir ótrúlega mörg mistök í leiknum en væntanlega er það eitthvað sem er að skólast til.

Mér fannst líka fyndið hvað það var rosalega mikill hæðarmunur, þetta var bara eins við væru að spila við risa.    Maður mætti halda að okkar strákar væru einhverjir sérstakir stubbar.

Mér finnst þetta frekar vera á gráu svæði þegar kynnirinn er að nota hljóðkerfi hússins til að hvetja liðið áfram “strákana okkar” og nota kynningar á mörkum til að búa til anda.  Salurinn á að sjá um þetta, en svo virðist vera sem að liðið hafi neitað að borga “klöppurunum”.  Reyndar datt þetta allt í gang á endanum.

Svo var verið að kynna stuðningsfélag landsliðins sem var kallað í blíðu og í stríðu.  Sjálfsagt margir tilbúnir að standa alltaf að baki liðinu.


mbl.is Galia tryggði Tékkum sigur í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband